15/03/2019. Ladies European Tour 2019. Investec South African Women’s Open, Westlake Golf Club, Cape Town, South Africa. 14-16 March 2019. Annelie Sjoholm of Sweden during the first round. Credit: Tristan Jones
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Annelie Sjöholm (28/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu og þær 7 (6), sem urðu T-43.

Næst verða kynntar þær 6 stúlkur sem deildu 37. sætinu (þ.e. urðu T-37 á lokaúrtökumótinu) en það voru: sænsku kylfingarnir Mimmi Bergman, Annelie Sjöholm og My Leander; Anäis Maggetti frá Sviss; enski kylfingurinn Inci Mehmet og Franziska Friedrich frá Þýskalandi. Þær léku allar hringina 5 á samtals 9 yfir pari, 370 höggum.

Aðeins á eftir að kynna Bergman og Sjöholm og verður Sjöholm kynnt í dag, en hún varð uppreiknað í 40. sætinu á lokaúrtökumótinu og mun því aðallega spila á LET Access.

Annelie Sjöholm fæddist 7. september 1995 í Västerås, Svíþjóð og er því 24 ára.

Sjöholm á einn sigur á LET Access í beltinu, en hann kom árið 2019 á Anna Nordqvist Västerås Open.

Kynnast má Sjöholm nánar með því að sjá ágætis viðtal LET Access við Sjöholm með því að SMELLA HÉR: