Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Emma Westin (7/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt.

Þrjár af þeim fjórum sem deildu 61. sætinu þ.e. urðu T-61 hafa þegar verið kynntar; en þessar fjórar eru sænski kylfingurinn Emma Westin, Anaelle Carnet frá Frakklandi, Vani Kapoor frá Indlandi og enski kylfingurinn Georgia Coughlin.

Þær léku allar á 16 yfir pari, 377 höggum. Allar nema Westin hafa verið kynntar þannig að hún verður kynnt í dag en uppreiknað varð hún í 61. sæti.

Emma Westin fæddist 27. júlí 1991 í Borås í Svíþjóð og er því 28 ára.  Hún á sama afmælisdag og Jordan Spieth! Emma er ljóshærð með brún augu.

Hún byrjaði að spila golf 7 ára og segir að það fólk sem hafi haft mest áhrif á sig í golfinu séu foreldrar hennar og bróðir. Emma býr í dag í Halmstad í Svíþjóð, þar sem hún æfir.

Hún var m.a. í Scandinavian School of Golf.

Uppáhaldskylfingur Emmu er Rory McIlroy.

Emma segir besta þátt golfs síns vera sjálfsöryggi sitt.

Áhugamál utan golfsins er að fara í ræktina og verja tíma með vinum.

Fylgjast má með Emmu á Instagram þ.e.: @WESTINEMMA

Árið 2014 varð Emma fyrsti kylfingurinn á LET Access til þess að sigra í 3 mótum á sama keppnistímabili og sigra tvívegis í röð. Sigrar Emmu komu á Sölvesborg Ladies Open hosted by Fanny Sunesson; annar sigurinn var á HLR Academy Open, en þar setti hún met með því að eiga 11 högg á næsta keppanda og þriðji sigurinn var á Mineks and Regnum Ladies Classic. Lægsti hringur hennar í móti árið 2014 var á 1. hring HLR Golf Academy Open, 65 högg.

Vegna góðs árangurs síns á LET Access 2014 komst Emma í fyrsta sinn á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2015 og spilaði það ár aðeins í 4 LET Access mótum.

Ekki gekk vel að halda kortinu sínu og 2016 var Emma aftur komin á LET Access og keppti í 13 mótum; þar sem besti árangurinn var í Norrporten Ladies Open.

Árið 2017 spilaði Emma í 11 mótum á LET Access og var besti árangur hennar á the Santander Golf Tour LETAS í El Saler.

Nú árið 2020 spilar Emma enn á LET Access, en 61. sætið dugði ekki til að öðlast full spilaréttindi aftur á LET.