Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Greta Isabella Voelker (17/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinuog þær tvær sem deildu 57. sætinu, en þær spiluðu báðar á 12 yfir pari, 373 höggum

Næst verða kynntar þær 7 stúlkur sem urðu jafnar í 50. sæti þ.e. T-50 á samtals 11 yfir pari, 372 höggum, en þetta eru þær: Emelie Borggren, frá Svíþjóð; Greta Isabella Voelker, frá Þýskalandi indverski kylfingurinn Sharmila Nicollet, Louise Markvardsen, frá Danmörku; enski kylfingurinn Sophie Keech, Justine Dreher, frá Frakklandi og Ainil Bakar, frá Malasíu.

Ainil Bakar, Justine Dreher, Sophie Keech, Louise Markvardsen og Sharmila Nicollet hafa verið kynntar og í dag er röðin komin að þýska kylfingnum Gretu Isabellu Voelker. Voelker var uppreiknað í 51. sætinu á lokaúrtökumótinu og spilar því ekki á Evrópumótaröð kvenna á næsta keppnistímabili.

Greta Isabella Voelker fæddist 11. maí 1997 í Witten, Þýskalandi og er því 22 ára.

Foreldrar hennar heita Wolfgang og Nina og hún á einn bróður, Maximillian.

Voelker byrjaði að spila golf 10 ára.

Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með The University of Texas, Austin – þ.e. liði the Texas Longhorns og má sjá um afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR: 

Hún lagði stund á mannfræði (ens: anthropology) í háskóla og hefir áhuga á að leggja réttameinafræði fyrir sig.

Meðal áhugamála Voelker utan golfsins er líkamsrækt, tónlist, bækur, kvikmyndir og að ferðast.

Voelker er enn áhugamaður í golfi.

Twitterfangið hennar er: TWITTER: @GRETAISA_55

Í Þýskalandi er Voelker í Düsseldorfer Golfclub, en æfir líka í Bandaríkjunum í Annika Academy.

Meðal hápunkta á ferli Voelker er eftirfarandi:

Hún spilaði í 1 móti á LET Access, 2015, meðan hún var í námi í Bandaríkjunum og við þjálfun í Annika Academy í Flórída. Hún varð T-16 á Creditgate24 GolfSeries Hamburg Open með hringi upp á (76 72 71).

Árið 2016 spilaði Voelker í 2 LET Access mótum

Árið 2017 spilaði Voelker í Belfius Ladies Open.

Líklegast fjölgar LET Access mótum Voelker eitthvað við þátttökuna í lokaúrtökumóti LET, en hún fær ekki fullan spilarétt á LET enn sem komið er.