Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Josefine Nyqvist (42/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu; þær 7 stúkur sem deildu 27 sætinu og þær tvær sem urðu T-25.

Næst verður Josefine Nyqvist frá Svíþjóð kynnt en hún var ein í 24. sætinu.

Josefine Nyqvist fæddist 25. maí 1993 og er því nýorðin 27 ára.

Hún er dóttir Michael og Margareta Nyqvist.

Nyqvist útskrifaðist frá sænska golfmenntaskólanum, Osteraker Gymnasium í Alcersberg þar sem hún spilaði golf undir handleiðslu Martin Petterson. Síðan lá leið Nyqvist í bandaríska háskólagolfið. Sjá má um afrek hennar í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Þar lék hún með golfliði Augusta University í Georgia og útskrifaðst 2017 með gráðu í viðskiptafræði (ens. business management).

Fyrirmynd Nyqvist er Annika Sörenstam.  Uppáhaldsmatur hennar eru Tacos og uppáhaldsjónvarpsþátturinn „One Tree Hill“.