Kim Metraux
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Kim Metraux (62/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu; þær 7 stúkur sem deildu 27. sætinu; þær tvær sem urðu T-25; þá sem varð ein í 24. sætinu; þær fjórar sem deildu 20. sætinu; þær 10 stúlkur sem voru T-10; loks þær tvær sem urðu T-8; þýski kylfingurinn Sarina Schmidt, sem var ein í 7. sætinu og norski kylfingurinn Maiken Bing Poulsen, sem var ein í 6. sætinu og Alice Hewson frá Englandi, sem var ein í 5. sætinu.

Nú á bara eftir að kynna þær sem urðu í 4 efstu sætunum og verður byrjað á þeirri sem hafnaði einmitt ein í 4. sætinu en það er svissneski kylfingurinn Kim Metraux. Hún lék á samtals 6 undir pari, 355 höggum (75 70 72 69 69). Hún var auðvitað ein af 5 efstu sem var með heildarskor undir pari.  Systir Kim, Morgan hlaut einnig kortið sitt á LET, en var á sama skori og Guðrún Brá, samtals 3 yfir pari, 364 höggum og hefir þegar verið kynnt – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Eins má sjá kynningarmyndskeið um þær systur með því að SMELLA HÉR: 

Kim Metraux fæddist 21. maí 1995 í Lausanne, Sviss og er því 25 ára.

Hún var í Chamblandes menntaskólanum til 2014 þar sem aðaláherslur hennar voru á hag- og lögfræði.

Síðan spilaði Kim í bandaríska háskólagolfinu árin 2014-2018, með Florida State University og má sjá um afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR:

Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2018, eftir útskrift, en hún er með gráðu í viðskiptafræði.

Skömmu síðar, keppnistímabilið 2019 var hún farin að spila á Symetra Tour, 2. deildinni í kvennagolfinu í Bandaríkjunum og lauk 17 mótum á þeirri mótaröð.

Eftir glæstan árangur í Q-school LET er hún með fullan spilarétt á LET 2020 og vegna Covid-19 einnig 2021.

Fræðast má nánar um Kim Metraux með því t.a.m. að skoða heimasíðu hennar – Sjá með því að SMELLA HÉR:

eða t.d. nýlegt viðtal við hana, tekið af fréttakonu LET Access – Sjá með því að SMELLA HÉR: