Nýju stúlkurnar á LET 2020: Leonie Harm (44/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.
Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:
Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.
Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu; þær 7 stúkur sem deildu 27 sætinu; þær tvær sem urðu T-25 og þá sem varð ein í 24. sætinu.
Næst verða kynntar þær tvær sem urðu T-20 en það eru spænski kylfingurinn Mireia Prat, Leonie Harm frá Þýskalandi; Manon Gidali frá Frakklandi og Monique Smit frá S-Afríku. Þær léku allar á samtals 4 yfir pari.
Prat hefir þegar verið kynnt og í dag er það Leonie Harm, sem verður kynnt, en hún varð uppreiknað í 22. sætinu.
Leonie Harm fæddist í Stuttgart, Þýskalandi 1997 og er dóttir Desiree og Hans-Dieter Harm. Leonie á einn eldri bróður, Steffen.
Leonie lék í bandaríska háskólagolfinu með University of Houston, þar sem hún lagði stund á lífefnafræði og útskrifaðist sem lífefnafræðingur í fyrra, 2019.
Sjá má um afrek Harm í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:
Þrátt fyrir ungan aldur hefir hún orðið fyrir ýmsum harmi; m.a. var keyrt á hana af ölvuðum ökumanni árið 2013 og var henni vart hugað líf, hvað þá að hún gæti snúið aftur í golfið; en það gerði hún engu að síður; 6 vikum eftir slysið var hún komin út á golfvöll.
Eins missti hún móður sína, sem jafnframt var besta vinkona hennar, þegar hún var á 2. ári í háskóla og var á tímabili talið að hún myndi ekki snúa aftur til Bandaríkjanna. Það gerði hún þó enga að síður og lauk námi sínu þar.
Í Þýskalandi er Leonie meðlimur eins besta golfklúbbs landsins St. Leon Rot, þar sem hún hefir unnið marga titla í einstaklings og liðakeppnum.
Einn mesti sigur Harm til þessa er sigur á 115. British Ladies Amateur Golf Championship, árið 2018, en hún var fyrsti þýski kylfingurinn til að vinna sigur í keppninni. Sigurinn veitti henni undanþágu til að spila í mörgum mótum m.a. ýmsum mótum á LPGA, þ.á.m eftirfarandi risamótum: Women´s British Open 2018 og US Women´s Open Golf Championship 2019. Leonie var einnig í liði Þýskalands í European Ladies Team Championship árn 2016, 2017 og 2018 og 2018 spilaði hún einnig í Espirito Santo Trophy.
Önnur afrek Harm í golfinu eru m.a. eftirfarandi:
Árið 2015 var hún í liði Evrópu í Junior
Sigurvegari í German International Girls Open (2015)
Sigurvegari á 75. German International Ladies Amateur Championship (2015)
Sigurvegari á 78. German International Ladies Amateur Championship (2018)
Besti árangur hennar á heimslista áhugamanna í golfi var 4. sætið.
Á háskólaárum sínum í Bandaríkjunum vann hún til eftirfarandi heiðursviðurkenninga:
- American Athletic Conference Female Scholar Athlete of the Year 2018/19
- Academic All-American Athletic Conference Team 16/17, 17/18, 18/19
- WGCA Academic All-American Team 16/17, 17/18, 18/19
- University of Houston Female Scholar Athlete of the Year 18/19
Mjög litlu munaði að hún kæmist á LET í fyrstu tilraun, en hún varð aðeins 2 sætum frá öruggu sæti á LET og er því með spilarétt á LET Access.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024