Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Marta Llorca (11/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu, þ.e.: sænski kylfingurinn Emma Westin, Anaelle Carnet frá Frakklandi, Vani Kapoor frá Indlandi og enski kylfingurinn Georgia Coughlin. Næst var kynnt sú stúlka sem varð ein í 60. sætinu, en það var Rochelle Morris frá Englandi og sú sem varð ein í 59. sæti en það var hin franska María Beautell.

Næst verða kynntar þær tvær sem deildu 57. sætinu, en þær spiluðu báðar á 12 yfir pari, 373 höggum Þetta eru þær Tomoko Yokoyama frá Japan og hin spænska Marta  Llorca. Yokoyama hefir þegar verið kynnt þannig að í dag er það Marta Llorca.

Llorca var uppreiknað í 57. sætinu; lék hringina 5 á 74 78 74 72 75.

Marta Llorca fæddist 11. maí 2000 og er þvi 19 ára.

Hún byrjaði í golfi 4 ára og spila allir í fjölskyldu hennar golf.

Llorca er í golflandsliði Spánar undir 18 ára.

Í aðalmyndaglugga: Marta Llorca. Mynd: Xoan Gil