Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: My Leander (27/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu og þær 7 (6), sem urðu T-43.

Næst verða kynntar þær 6 stúlkur sem deildu 37. sætinu (þ.e. urðu T-37 á lokaúrtökumótinu) en það voru: sænsku kylfingarnir Mimmi Bergman, Annelie Sjoholm og My Leander; Anäis Maggetti frá Sviss; enski kylfingurinn Inci Mehmet og Franziska Friedrich frá Þýskalandi. Þær léku allar hringina 5 á samtals 9 yfir pari, 370 höggum.

Allar nema þær sænsku hafa verið kynntar og af þeim þremur frá Svíþjóð verður byrjað á að kynna My Leander, sem varð uppreiknað í 41. sætinu á lokaúrtökumótinu og mun því aðallega spila á LET Access.

My Leander fæddist 12. september 1994 í Södertälje í Svíþjóð og er því 25 ára.

My byrjaði að spila golf 10 ára.

Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með liði San José State og var þar m.a. valin Mountain West leikmaður ársins, leiktímabilið 2016-2017.

Með „The Spartans“ golfliði háskólans, sem Leander lék með, sigraði hún í tveimur háskólamótum í einstaklingskeppninni og varð þrívegis í 2. sæti.

Leander er 1.7 m á hæð.

Hún hefir frá útskrift einkum spilað á LET Access, en tímaspursmál þykir hvenær þessi stúlka, sem heitir í höfuðið á einni stærstu lúxussnekkjunni, slær í gegn á Evróputúrnum.

Lesa má allt nánar um Leander á flottri heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: