PORT EDWARD, SOUTH AFRICA – FEBRUARY 26: Rachel Drummond during day 1 of the Supersport Ladies Challenge at Wild Coast Sun Country Club on February 26, 2019 in Port Edward, South Africa. EDITOR’S NOTE: For free editorial use. Not available for sale. No commercial usage. (Photo by Carl Fourie/Gallo Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2020 | 13:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Rachel Drummond (2/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða kynntar.

Dansað var úr röðinni og hefir 1 stúlkan sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt.

Þær sem eru í sætum 21-65 hljóta spilarétt, mismikinn þó, á LET Access mótaröðinni og þær sem eru ofarlega komast stundum í LET mót.

Stúlkurnar 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn eftir 2. niðurskurð voru Emelie Borggren frá Svíþjóð; hin enska Rochelle Morris, Annelle Carnet frá Frakklandi, Isabelle Johansson frá Svíþjóð, Marta Llorca frá Spáni, Emma Westin frá Svíþjóð og Rachel Drummond, sem kynnt verður í dag.

Rachel Drummond fæddist 13. janúar 1990 í High Wycombe, Englandi og er því nýlega orðin 30 ára.

Drummond byrjaði að spila golf 8 ára og átti góðan áhugamannsferil.

Hún er í Beaconsfield golfklúbbnum í Englandi.

Drummond gerðist atvinnumaður í golfi 2012.

Hún hefir m.a. spilað á Sólskinstúrnum s-afríska og meðal besta árangurs hennar þar er 9. sætið á Sunshine Ladies Tour George, 22.2.2014 og 10. sætið Sunshine Ladies Tour Obs 6.3.2014, en hvorutveggja voru 2 daga mót.

Árið 2015 var Drummond komin á LET Access þar sem hún hefir spilað allar götur síðan.

Drummond í giftingu móður sinnar 29. nóvember 2019

Í lokaúrtökumótinu nú í ár náði hún m.a. ási á par-3 12. holu Suðurvallarins á 4. hring – Glæsilegt!!! Það dugði þó ekki til – hún endaði í 43. sæti og spilar hún því mestmegnis áfram á LET Access.

Meðal áhugamála Rachel Drummond er að fara í ræktina, vera með vinum eða fara til London.