Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2020 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Stefanía Avanzo (41/66)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu og þær 7 stúkur sem deildu 27 sætinu þ.e. urðu T-27.

Næst verða kynntar þær tvær stúlkur sem deildu 25. sætinu (T-25). Þetta eru þær Stefanía Avanzo og Ísabella Deilert frá Svíþjóð. Þær léku báðar á samtals 6 yfir pari, 367 högg.

Ísabella Deiler hefir þegar verið kynnt, en hún var uppreiknað í 26. sætinu og í dag verður hin ítalska Stefanía Avanzo kynnt, en hún varð i 25. sæti.

Stefanía Avanzo fæddist í Trieste, á Ítalíu, 14. september 1993 og er því 26 ára.

Avanzo hefir spilað á LET Access frá árinu 2014 og var nálægt því núna að öðlast fast sæti á LET, aðeins 5 sætum frá – Hún mun því væntanlega áfram spila á LET Access, með takmörkuðum spilarétti á LET.

Helstu áhugamál utan golfsins eru ferðalög, ljósmyndun og tennis.