Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (10. grein af 20) – Tanya Dergal, Hannah Yun og Elisa Serramia
Fimm stúlkur urðu jafnar í 15. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór 30. nóvember – 4. desember á Champions og Legends golfvöllunum í Daytona Beach, Flórída: Victoria Tanco, sem þá var áhugamaður, frá Bradenton, Flórída; Ayaka Kaneko frá Honolulu á Hawaii; Tanya Dergal frá Mexíkó; Hannah Yun frá Bradenton í Flórída og Elisa Serramia frá Barcelona á Spáni. Allar spiluðu þær á samtals +4 yfir pari og voru 19 stúlkur á því skori eða betra. Aðeins 20 efstu hlutu fullan þátttökurétt á LPGA og varð að fara fram 9 stúlku umspil um 20. sætið, en 9 voru á samtals +5 yfir pari. Það var Lizette Salas sem vann umspilið, en hún var kynnt í gær ásamt 3 öðrum sem urðu í 20. sæti.
Í kvöld verður byrjað á að kynna 3 af þeim 5 sem urðu jafnar í 15. sæti: Tönyu Dergal, Hönnuh Yun og Elísu Serramia, en allar hlutu þær sem fyrr segir fullan spilarétt á LPGA, keppnistímabilið 2012.
Byrjum á Elísu Serramia:
Elisa fæddist 7. september 1984 í Barcelona á Spáni og er því 27 ára. Hún hefir spilað golf frá 7 ára aldri. Hún sigraði British Ladies Amateur Golf Championship, árið 2003. Elísa varð í 2. sæti á 2004 European Amateur Championship. 2004 en sigraði International Tournament of France. 2004. Þetta ár, 2004, gerðist Elísa atvinnumaður í golfi. Fyrst spilaði hún á Evrópumótaröð kvenna (LET) og var m.a. valin nýliði ársins 2005. Frá ársbyrjun 2009 spilaði Elísa í Bandaríkjunum á Futures Tour og síðan komst hún í fyrstu tilraun sinni á LPGA. Það hefir ekkert gengið allt of vel hjá nýliðanum Serramía því hún hefir t.a.m ekki náð niðurskurði í s.l. 2 mótum: Kia Classic og RR Donnelley LPGA Founders Cup.
Elisa er með sína eigin heimasíðu sem sjá má HÉR:
Næst er það Hannah Yun:
Hannah Yun fæddist 13. apríl 1992 og er því 19 ára. Hún byrjaði að spila golf 4 ára. Hún segir pabba sinn vera þann einstakling sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Hún á eina eldri systur, Catherine. Meðal áhugamála Hönnuh eru evrópskir sportbílar. Hannah komst á LPGA Tour í fyrstu tilraun sinni og er þegar búin að landa stórum styrktarsamningi… við TaylorMade.
Sem áhugamaður spilaði Hannah með golfliði University of Florida, þar sem hún var SEC All-Conference First Team selection árið 2008 og NGCA All-American Honorable Mention selection 2008, og auk þess Golfweek First Team selection. Svo vann hún tvívegis á Suncoast Series Tour árið 2008.
- Í apríl 2009 varð Hannah atvinnumaður í gofi. Hún spilaði á Symetra Tour á árunum 2008-2011 þar sem besti árangur hennar var T-4 í Falls Auto Group Classic, 2009.
- Svo er það Tanya Dergal.
Tanya Dergal er frá Mexíkó og fæddist 6. apríl 1984. Tanya er því 27 ára (og á þar að auki sama afmælisdag og Robert Rock!) Hún byrjaði að spila golf 8 ára og segir foreldra sína og bróður vera þá einstaklinga, sem hafi haft mest áhrif á feril sinn í golfinu. Meðal áhugamála Tanyu eru dans og verja tíma með fjölskyldu sinni. Hún komst á LPGa í 2. tilraun.
Dergal spilaði með golfliði University of Southern California og var hluti NCAA Women’s Golf Championship liðsins árið 2003. Hún var með í 4 Women’s World Amateur Championships f.h. Mexíkó: (2000, 2002, 2004, 2006). Í janúar 2007 gerðist Tanya atvinnumaður.
Árið 2009 varð hún í 28. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og hlaut takmarkaðan spilarétt (Priority List Category 16 á 2010 LPGA keppnistímabilinu. Í þetta skipti var Dergal í 15. sæti og fær fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024