Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2012 | 18:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (17. grein af 20) – Dori Carter

Nú er komið að því að kynna þá síðustu af 3 stúlkum sem deildu 4. sætinu á Q-school LPGA í desember á s.l. ári: Dori Carter. Hinar tvær, Jodi Ewart og Karlin Beck hafa þegar verið kynntar.

Dori Carter

Dori Carter er fædd 3. febrúar 1987 og er því 25 ára. Hún er frá Valdosta í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

Dori byrjaði að spila golf 8 ára. Hún segir foreldra sína vera þá aðila, sem haft hafa mest áhrif á golfferil hennar. Meðal áhugamála Dori er að spila á gítar, fylgjast með háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum og horfa á kvikmyndir.

Dori Carter.

Sem áhugamaður tók Dori þátt í  U.S. Women’s Open Championship risamótinu árið 2005 og árið 2009 var hún sigurvegari á USGA State Team Championship. Hún spilaði golf með golfliði University of Mississippi, þar var  Carter tvívegis All-SEC First-Team selection (2008, 2009),  Golfweek All-American árið 2009 og  NCAA All-American, árið 2008.

Árið 2012 gerðist Dori Carter atvinnumaður í golfi.  Hún komst strax á Symetra Tour þar sem hún vann Pennsylvania Classic 2010. Hún komst síðan seinna það ár strax á LPGA í fyrstu tilraun.  Keppnistímabilið  2011 var henni þó ekki gott á LPGA, besti árangur hennar þar var T-47 árangur á Avnet LPGA Classic. Með þátttöku sinni í Q-school heldur Dori kortinu sínu eitt keppnistímabil enn.

Til þess að komast á heimasíðu Dori smellið HÉR: