Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 17:55

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Chie Arimura (23. grein af 27)

Í kvöld verður fjallað um japönsku stúlkuna Chie Arimura, sem deildi 5. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Hin sem varð í 5. sæti, Lisa McCloskey, hefir þegar verið kynnt.

Chie Arimuna er fædd 22. nóvember 1987 og því 25 ára.  Hún er nr. 20 á Rolex-heimslista kvenna og var hæst „rönkuð” þeirra sem tóku þátt í lokaúrtökumótinu.  Heima í Japan hefir hún sigrað 13 sinnum á japönsku LPGA. Og í Japan á Chie heima í Kuamamoto. Chie gerðist atvinnumaður 2006 og hefir spilað á nokkrum mótum LPGA, en besti árangur hennar hingað til er T-5 árangur í Mizuno Classic árið 2007.

Árið 2009 var langbesta ár Chie á japanska LPGA. Hún sigraði í fyrsta móti sínu 2008 en 2009 vann hún í 5 mótum og varð í 3. sæti á peningalista japanska LPGA. Á 3 árum sínum þar áður hafði hann aldrei náð að verða meðal efstu 10 á peningalistanum í lok keppnistímabils.

Á árinu 2009 var Chie líka með besta meðaltalsskor allra kvenkylfinganna á japanska LPGA (70.7463).

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá sveiflu Arimunra SMELLIÐ HÉR: