Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 20:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Kathleen Ekey (24. grein af 27)

Hér er komið að því að kynna þá stúlku sem varð í 4. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári 2012; Kathleen Ekey.

Kathleen Ekey fæddist 8. nóvember 1986 í Cleveland, Ohio og er því 26 ára.  Hún er dóttir Sam og Lauru Ekey. Kathleen spilaði með golfliði Furman háskóla, sama háskóla og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, spilaði með.

Síðustu tvö árin í háskola var Ekey í University of Alabama og lauk þar námi í samskiptafræðum (ens.: Communications).

Kathleen Ekey gerðist atvinnumaður 2009 og komst þá þegar á Futures mótaröðina (nú Symetra Tour). Árið 2011 var hún í efsta sæti peningalistans og komst þannig á LPGA. Kathleen  var valin leikmaður ársins á Futures 2011.