Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Marita Engzelius, Katie Burnett og Frances Bondad (6. grein af 27)

Í dag verða þær 3 stúlkur kynntar sem urðu í 24. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 3, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru:

1. Marita Engzelius

Marita Engzelius

Norska frænka okkar Marita Engzelius er e.t.v. meðal þeirra óheppnustu í lokaúrtökumóti LPGA. Hún var í 9. sæti fyrir lokahringinn og þar með með kortið sitt hársbreidd frá því að vera tryggt en hrundi niður skortöfluna með skori upp á 75 lokahringinn og varð í 24. sæti 1 höggi frá því að tryggja sér fullan þátttökurétt – 1 högg frá fullum keppnisrétti og korti á LPGA er reyndar saga allra þriggja sem kynntar verða hér í kvöld.

Marita fæddist 9. febrúar 1988 og er því 24 ára. Marita byrjaði að spila golf 13 ára og er í Golfklúbbi Osló. Hún var við nám og spilaði í bandaríska háskólagolfinu fyrir University of Tulsa og spilaði í öllum 33 mótum liðsins þau 4 ár sem hún var í skólanum. Hún vann ORU Shootout og átti 4 aðra topp 10 árangra. Marita er í golflandsliði Noregs og hefir átt sæti í því frá árinu 2006. Hún er norskur meistari í höggleik 2007 og 2010 og besti hringur hennar til dagsins í dag er upp á 64 högg. Marita er sem stendur nr. 159 á heimslista áhugamanna.

2. Katie Burnett

Katie Burnett

Katie Burnett fæddist 16. október 1989 og er því 23 ára. Hún er frá Brunswick í Georgiu ríki og var í háskóla í Suður-Karólínu, þar sem hún spilaði með golfliði skólans í 4 ár. Sjá má árangur Katie í háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Foreldrar hennar er Rod og Lisa Burnett og hún á einn bróður, Ben.

Katie útskrifaðist með gráðu í sálfræði.  Þetta er í fyrsta sinn, sem hún tekur þátt í Q-school LPGA.

3. Frances Bondad

Frances Bondad fæddist 21. janúar 1988 í Los Angeles í Bandaríkjunum og er því 24 ára.

Hún er áströlsk, frá Greystanes í New South Wals og meðal áhugamála hennar er að fara á ströndina, versla, dansa og verja tíma með vinunum.

Frances er búin að spila 5 keppnistímabil á LET og vann sitt fyrsta mót í nóvember í fyrra, 2011, þ.e. Sanya Ladies Open í Hainan í Kína.

Frances hafði fyrir sigurinn oft verið nálægt því að sigra áður t.d. varð hún í 2. sæti  2010 á Open de España Femenino. Árið 2008 rétt náði hún að verða meðal topp-100 á peningalista LET, en 2009 varð hún í 39. sæti og 2010 varð hún í 26. sæti.

Golf 1 tók eitt sinn saman grein um uppáhaldshluti Bondad sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má sveilfu Frances Bondad mð því að SMELLA HÉR: