Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Brittany Altomare, Lorie Kane og Katy Harris (3-5/48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída.

Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt.

Niðurskurður var að þessu sinn miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á samtals pari eða betur, eftir 5 hringi hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA.

Í kvöld verða kynntar 3 af 5 sem voru T-44 þ.e. voru í 44.-48. sæti, en hinar tvær Marta Silva og Dani Holmiqvist hafa þegar verið kynntar.  Þær þrjár sem líka léku á samtals sléttu pari og rétt sluppu inn á LPGA með takmarkaðan keppnisrétt eru þær:  Brittany Altomare, Lorie Kane og Katy Harris.

Byrjað verður á Brittany Altomare:

Brittany Altomare

Brittany Altomare

Brittany Altomare fæddist 19. nóvember 1990 í Worcester, Massachusetts og er því 23 ára.

Brittany byrjaði að spila golf 10 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn.

Meðal hápunkta á áhugamannsferli Altomare er að hún var í Junior Ryder bikarsliði Bandaríkjanna 2006.  Árið 2010 sigraði Altomare Women’s Eastern Golf Association Amateur Championship og Women’s Eastern Amateur.

Brittany var í University of Virginia þar sem hún lék með golfliði skólans og sigraði m.a. 3 sinnum í einstaklingskeppnum.  Árið 2013 var Altomare valin ACC leikmaður ársins og var 4 sinnum All-American.Hún útskrifaðist frá Virginíu háskóla  í fyrra, 2013 með gráðu í sálfræði.

Sama ár, 2013, gerðist Altomare atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Symetra Tour þar sem besti árangur hennar var 7. sætið í Decatur-Forsyth Classic.  Hún var ein af 5 eins og segir sem varð í 44.-48. sæti í Q-school LPGA í desember 2013 og hlaut því takmarkaðan spilarétt á LPGA með lokaskor upp á slétt par 71-72-76-70 – 71 – 360 (E)

Meðal áhugamála Altomare er að vera á skíðum, elda, hlusta á tónlist og vera í hot yoga.

Lorie Kane

Lorie Kane

Lorie Kane

Lorie Kane fæddist 19. desember 1964 í Kanada og verður því 50 ára í lok þessa árs. Kane lék á undanþágu á LET í fyrra og er sú elsta sem er með keppnisrétt á LPGA í ár. Lokaskor hennar í Q-school LPGA í desember 2013 var  72-73-73-72 – 70 – 360 (E) og hlaut hún því takmarkaðan keppnisrétt á LPGA eins og áður segir.  Sjá má kynningu Golf 1 á Kane frá því í fyrra sem enn er í góðu gildi með því að SMELLA HÉR:  

Katy Harris

Katy Harris

Loks verður Katy Harris kynnt, en henni þykir svipa svolítið til spænska kylfingsins Beatriz Recari. Katy Harris fæddist 15. ágúst 1979 og er því 34 ára. Harris byrjaði að spila golf 3 ára og segir foreldra sína hafa haft mestu áhrif á golfferil sinn.

Harris spilaði golf með golfliði Louisiana State University þar sem hún átti 20 topp-10 árangra og var 2001 NGCA All-American First Team selection. Harris vann Indiana Women’s PGA Open Championship 1997 og 1998 Indiana Women’s Amateur Championship.

Árið 2010 gerðist Harris atvinnumaður í golfi og lauk keppni T-39 í Q-school LPGA og hlaut takmarkaðan spilarétt. Hún spilaði á Symetra Tour 2011 þar sem besti árangur hennar var 25. sætið á  Alliance Bank Golf Classic. Árið 2010 vann Harris mót á CN Canadian Women’s Tour í  Club de golf Beloeil.

Katy giftist Chad Harris 17. júní  2000 og eignaðist son sinn Owen 2006 og dóttur sína Emmu  2008. Katy á tvo bræður, Jeremy og David. Meðal áhugamála hennar utan golfsins er að gegna móðurhlutverkinu, að vera í líkamsrækt og gera það sem sjaldnast er tími fyrir að lesa og taka þátt í kirkjustarfi.

Katy Harris komst á LPGA í 2. tilraun sinni og í þetta sinn (2013) var Harris á sléttu pari s.s. segir þ.e. 70-78-72-70 – 70 – 360 (E)