Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Caroline Westrup, Brianna Do, Maude-Aimee Leblanc (15-17/48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída.

Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning  á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt.

Niðurskurður var að þessu sinni miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA.

Í dag verða kynntar seinni 3 af 6 sem voru T-32 þ.e. voru í 32.-37. sæti, en það eru þær Caroline Westrup, Brianna Do og Maude Aimee-Leblanc.

Byrjað verður á að kynna Maude-Aimee Leblanc.

Maude-Aimee Leblanc.

Maude Aimee Leblanc

Maude Aimee Leblanc

Maude Aimee Leblanc fæddist 14. febrúar 1989 og er því 25 ára. Hún byrjaði að spila golf 5 ára. Hún segir pabba sinn hafa verið þann aðila sem hafði mest áhrif á golfferil sinn.  Meðal áhugamála utan golfsins er að spila tennis, horfa á kvikmyndir, verja tíma með fjölskyldu og vinum og fara í vínsmakkanir. Hún segir það að hafa leikið sér með ljónsunga í Suður-Afríku meðal þess svalasta sem hún hafi gert í lífi sínu. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun, árið 2011. Eftir þátttöku í Q-school 2013 varð hún sem segir í T-32 og hlaut takmarkaðan spilarétt á LPGA, en samtals skorið hennar í Q-school voru samtals 2 undir pari, 358 högg (71 73 73 71 70).

Brianna Do.

Brianna Do

Brianna Do

Brianna er fædd 3. janúar 1990 og því 24.ára. Do útskrifaðist frá UCLA fyrir 2 árum þar sem hún keppti í 4 ár með háskólaliði sínu.   Hún er dóttir Max og Phuong Lam  og á 1 bróður Max Jr., og systurina, Dee Dee. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni 2012.  Í ár var skor Do á Q-school samtals 2 undir pari, 358 högg 75-71-73-69 – 70.

Meðal hápunkta á ferli Briönnu til þessa er eftirfarandi:

  • Varð tvívegis Long Beach Press Telegram leikamaður ársins  og þrisvar  first team selection.
  • Brianna varð tvisvar AJGA All-American selection.
  • Briana var í liði Bandaríkjanna í Junior Solheim Cup 2007.
  • Hún vann sér inn Second Team All-Pac 10 honors 2010 meðan hún spilaði enn með golfliði UCLA.
  • Brianna sigraði Women’s Amateur Public Links, 2011.

Hér er mikið efni á ferðinni og nokkuð ljóst að við eigum eftir að heyra meira frá Briönnu í framtíðinni

Hér má að lokum sjá myndskeið með Briönnu Do (og fyrrum liðsfélaga hennar í UCLA, Tiffany Lua) SMELLIÐ HÉR: 

Caroline Westrup.

Caroline Westrup

Caroline Westrup

Caroline Westrup fæddist 11. febrúar 1986.   Hún byrjaði að spila golf 6 ára og segir foreldra sína þá einstaklinga sem hafi haft mest áhrif á feril sinn.

Caroline útskrifaðist frá Florida State University með gráðu í íþróttafræðum árið 2009.  Hún var búin að spila með golfliði skólans í 4 ár.  Sama ár gerðist hún atvinnumaður í golfi.

Áhugamál Westrup eru að fara í verslunaferðir eða íþróttaviðburði og vera með fjölskyldu sinni og vinum.  Hún komst á LPGA í 2. tilraun sinni, þ.e. var líkt og hinar á undan á samtals 2 undir pari 358 höggum (69 74 75 72 68) og er nú kominn með takmarkaðan spilarétt á LPGA.

Westrup hefir frá unglinsaldri verið í golflandsliði Svía. Meðal hápunkta á áhugamannsferli Westrup er eftirfarandi:

* Hún sigraði í  World Amateur Championship 2006
* Hún vann 5 sinnum í einstaklingskeppnum meðan hún var í  Florida State University.
* Hún var tvívegis í NGCA All-American First Team selection (2006, 2007).
* Westrup var fjórfaldur All-Atlantic Coast Conference (ACC) Scholar Athlete selection (2006-2009).
* Westrup var tvisvar NGCA All-American Second Team selection.
* Útskriftarár sitt var Westrup NGCA All-American Honorable Mention selection

Eftir útskrift frá Florida State spilaði Westrup fyrst á Symetra Tour árið 2010 og síðan á LET 2011 og á báðum mótaröðum síðan þá.