Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Jing Yan (12/45)

Það var kínverski kylfingurinn Jing Yan, sem varð í 34. sæti á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Jing Yan  fæddist 1996 í Kína og er talin eitt helsta efnið þaðan og einsýnt að hún muni spila fyrir hönd Kína á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

Yan er aðeins 19 ára.  Hún lék eitt ár í bandaríska háskólagolfinu með golfliði The University of Washington, þ.e. Huskies, en ákvað s.l. ár, 2014 að gerast atvinnumaður í golfi.

Yan býr í Singapore, þar sem pabbi hennar er golffréttamaður fyrir ESPN.

Hún sigraði m.a. í Amateur Stroke-Play at Prestwick GC þann 23. ágúst 2013, þá aðeins 17 ára.