Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Ju Young Park (29/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.
Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) með fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt.
Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.
Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver.
Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods, Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn Perrine Delacour, SooBin Kim frá Suður-Kóreu, Sakura Yokomine frá Japan, Sophia Popov frá Þýskalandi og Ju Young Park, frá Suður-Kóreu.
Sú fyrsta af þessum 7 sem kynnt verður er Ju Young Park.
Ju Young Park lék á samtals 5 undir pari, 355 höggum (67 68 73 70 77).
Ju Young Park fæddist 24. október 1990 og er því 24 ára.
Ju Young Park er yngri systir LPGA stjörnunnar Hee Young Park og greinilega golfgen í þeirri fjölskyldu! Þó Ju sé frábær kylfingur þá hefir hún hingað til verið í skugga systur sinnar.
Ju Young gerðist atvinnumaður árið 2009, eftir að Hee Young hafði farið frá Kóreu til þess að spila í Bandaríkjunum. Það tók hana eitt ár að komast á kóreanska LPGA þ.e. KLPGA, en hún hefir spilað á þeirri mótaröð árin 2010 – 2014. Mestmegnis hefir hún verið miðjukona á peningalistanum; á besta keppnistímabili hennar varð hún í 31. sæti á peningalistanum. Hún sigraði aldrei í móti á KLPGA en var í úrslitum nokkrum sinnum og eru tvö 3. sæti besti árangur hennar.
Ju Young spilaði líka í nokkrum Hana Bank Championships, sem er LPGA mót sem fram fer í Kóreu á hverju ári. Árð 2013 var Ju Young á 67 höggum á 1. hring og var í forystu fyrri helming mótsins, en þá seig á ógæfuhliðina og hún lauk keppni T-12, sem var samt sem áður ágætis árangur.
Park reyndi fyrir sér í LPGA Qualifying School í lok árs 2014, og aftur var hún í forystu fyrstu dagana en lauk keppni T-11 og komst engu að síður á LPGA mótaröðina, sem hún spilar á nú 2015 keppnistímabilið – með systur sína sér til halds og trausts og því systur sem spila á LPGA þetta keppnistímabil!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024