Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Cydney Clanton (43/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 42 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim tveimur sem deildu 6. sætinu; Cydney Clanton og Megan Khang.

Í dag verður Cydney Clanton kynnt.

Cydney Clanton fæddist 18. júlí 1989 og er því 27 ára. Óvíst að hún viti það en hún á sama afmælisdag og sjálfur Nick Faldo.

Cydney byrjaði að spila golf 10 ára.

Meðal áhugamála hennar eru íþróttir, að lita og horfa á íþróttir.

Ef hún væri ekki atvinnumaður á LPGA myndi hana hafa langað til að verða kennari.

Cydney útskrifaðist frá Auburn University, með gráðu í fjármálafræði 2011. Hún spilaði með Auburn í bandaríska háskólagolfinu. Sjá má nákvæma samantekt um afrek Cydney í háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:

Cydney komst í gegnum Q-school LPGA í fyrstu tilraun, árið 2011 og heldur kortinu sínu enn!