Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Laetitia Beck (41/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 40 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim tveimur sem deildu 8. sætinu: Laetitiu Beck og Ashlan Ramsey.

Í dag verður Beck kynnt.

Laetitia Beck (hebreska: לטיסיה בק) fæddist 5. febrúar 1992 í Antwerpen í Hollandi og er því 24 ára.

Hún er fyrsti ísraelski kylfingurinn til þess að keppa á LET. Í Ísrael býr hún í Caesarea.

Hún tók þátt í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður á Opna breska kvenrisamótinu 2014, en það ár gerðist hún atvinnumaður í golfi.

Beck hefir sigrað The Israeli Open Golf Championship 5 sinnum, í fyrsta sinn þegar hún var 12 ára.

Hún vann einnig gullmedalíur í golfi bæði árin 2009 og 2013 í Maccabiah Games.

Beck lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Duke University á árunum 2010–14, þar sem hún var í kvennagolfliði háskólans Blue Devils.

Árið 2011 var hún kjörin Atlantic Coast Conference nýliði ársins, árin 2013 og 2014 svar hún All-American, og á háskólaárum sínum var hún með meðahöggafjölda á hring upp á 73.58 (sem er 10. besti árangur í sögu skólans).

Beck sú fyrsta frá Ísarel til þess að keppa í móti á LPGA og í desember 2014 varð hún, eins og áður segir, sú fyrsta frá Ísrael til þess að komast á LPGA.