Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Lindy Duncan (33/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 32 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær sem deildu 15. sætinu. Í gær var Pannarat Thanapolboonyaras, frá Thaílandi kynnt og eftir er að kynna Lindy Duncan, frá Bandaríkjunum; Bertine Strauss, frá Suður-Afríku og Holly Clyburn, frá Englandi.

Lindy Duncan

Lindy Duncan

Í dag verður Lindy Duncan kynnt.

Lindy Duncan fæddist 16. janúar 1991 og er því 25 ára.

Hún byrjaði í golfi 9 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn.

Áhugamál Lindy er að hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og ……að sofa!

Lindy útskrifaðist frá Duke med gráðu i sálfræði 2013 og spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu.

Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni, 2014,  en átti erfitt nýliðaár og varð því að taka þátt í Q-school að nýju og var í fyrra með takmarkaðan spilarétt en er nú búin að ávinna sér kortið sitt á LPGA.

Litið er á Lindy sem framtíðarstjörnu í bandarísku kvennagolfi!