Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Nannette Hill (23/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Alison Walshe og Leticia Ras-Anderica frá Þýskalandi hafa þegar verið kynntar og í dag er það Nannette Hill.

Nannette Hill

Nannette Hill fæddist 3. apríl 1987 og er dóttir William og Nannette Hill. Nannette er því 30 ára. Hún byrjaði að spila golf 6 ára og segir föður sinn vera þá manneskju sem hafi haft mest áhrif á feril sinn.

Líkt og Ólafía Þórunn  okkar Kristinsdóttir spilaði Hill í bandaríska háskólagolfinu með liði Wake Forest en lesa má allt um afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR: Þær Ólafía Þórunn voru þó aldrei liðsfélagar því Nannette er aðeins eldri en Ólafía.

Hill komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni. Meðal áhugamála hennar eru að spila tennis, hjólreiðar og vera með fjölskyldu og vinum og hundunum sínum.

Árið 2009 gerðist Nannette atvinnumaður í golfi og varð í 25. sæti á úrtökumóti LPGA og vann sér inn kortið sitt á LPGA í fyrstu tilraun sinni.

Árið 2010 sigraði Nannette á City of Hammond Classic á the LPGA Futures Tour.

Árið 2011 var besti árangur hennar á LPGA 66. sætið á LPGA Founders Cup.

Á árunum 2012-2014 lék Nannette á Symetra Tour, en sneri aftur á LPGA 2015.