Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Alison Lee (40/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.
Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.
Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Svíþjóð og Robyn Choi frá Ástralíu.
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.
Það voru 6 stúlkur, sem deildu 39. sætinu og hafa þær einnig verið kynntar en það eru: Lee Lopez, Sandra Changkija, Lauren Coughlin og Stephanie Kono frá Bandaríkjunum; Pajaree Anannarukarn frá Thaílandi og Guilia Molinaro frá Ítalíu. Þessar 6 léku allar á samtals 9 yfir pari á lokaúrtökumótinu, hver. Síðan hafa þær sem deildu 36. sætinu verið kynntar en það eru: Suzuka Yamaguchi frá Japan; Louise Ridderström frá Svíþjóð og Sophia Popov frá Þýskalandi, en þær léku á samtals 8 yfir pari. Eins hafa þær 3 verið kynntar sem deildu 33. sætinu og léku á samtals 7 yfir pari en það eru Dori Carter og Lori Beth Adams frá Bandaríkjunum og Laetitia Beck frá Ísrael og sú sem var ein í 32. sætinu og lék á samtals 6 yfir pari, en það er María Fassi, frá Mexíkó.
Þær stúlkur sem deildu 27. sætinu á samtals 5 yfir pari voru Kristy McPherson, Cheyenne Knight, Sara Burnham og Lilia Vu frá Bandaríkjunum og Lily Muni He frá Kína. Síðan deildu 4 23. sæti á samtals 4 yfir pari hver, þ.e. þær Gemma Dryburgh, frá Skotlandi; Jing Yan og Xiyu Lin frá Kína og Lauren Kim frá Bandaríkjunum. Þær hafa allar verið kynntar.
Þrjár stúlkur deildu 20. sætinu, allar á samtals 3 yfir pari en það voru: Maddie McCrary, og Alana Uriell frá Bandaríkjunum og Jenny Haglund frá Svíþjóð.
Í dag verður hafist handa við að kynna þar sem deildu 15. sætinu, allar á samtals 2 yfir pari, en það voru: Alison Lee, Clariss Guce og Katie Burnett, frá Bandaríkjunum, hin hollenska Anne Van Dam og Tiffany Chan frá Hong Kong.
Byrjað verður á að kynnt Alison Lee.
Alison Lee er af kóreönsku bergi brotin en fæddist í borg englanna, Los Angeles 26. febrúar 1995 og er því 23 ára og ólst upp í Suður-Kaliforníu.
Hún var þegar sem unglingur orðin stjarna – byrjaði 6 ára í golfi og sigraði í 9 AJGA mótum og hlaut All-American honors á AJGA sex ár í röð. (2008-2013).
M.a. var hún á þessum tíma þrisvar sinnum í Junior Solheim liði Bandaríkjanna og í öll skiptin sigruðu Bandaríkin og hún var tvívegis í Junior Ryder Cup Team. Meðal annars varð hún í 26. sæti á US Women’s Open risamótinu 2009; þá 14 ára.
Árið 2013 innritaðist Alison í UCLA þar sem hún varð strax mikil stjarna í háskólagolfinu. Hún vann m.a. ANNIKA award fyrir að vera besti kvenkylfingurinn í bandaríska háskólagolfinu 2013. Hún varð 2014 PAC-12 nýliðaverlaunin 2014 og setti met fyrir lægsta skor í sögu UCLA.
Lee spilaði líka í 2014 Curtis Cup, þar sem árangur hennar var 3-1-1 .
Á 2. ári sínu í háskóla hélt hún áfram að vera ein af bestu kylfingum í Bandaríkjunum og varð m.a. PAC-12 kylfingur mánaðarins bæði í september og nóvember.
Í desember 2014 fór hún í Q-school LPGA með þeim árangri að hún nældi sér í 1. sætið, hætti í skóla og gerðist atvinnumaður með fullan keppnisrétt á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA. Hér er á ferð stjarna í bandaríska kvennagolfinu!
Einna frægust er Lee fyrir það að hafa verið vendipunkturinn fyrir lið Bandaríkjanna í Solheim Cup 2015, þar sem hún var nýliði í liðinu og fór að gráta þegar Suzann Petterson var réttmætt með reglukerlingarstæla við hina ungu Lee. Tjáðu margir kylfingar sig um atvikið og hlaut Petterson bágt fyrir! Lið Bandaríkjanna, sem var undir, sigraði í keppninni!!!
Hún þykir með fegurri kvenkylfingum, sem eitthvað geta í golfi og er yfirleitt á listum yfir heitustu kvenkylfinganna eða myndskeiðum sem sýna flotta kvenkylfinga. Eitt slíkt frá árinu 2016 má sjá með því að SMELLA HÉR:
Nú er Alison Lee með fullan spilarétt á bestu kvenmótaröð heims keppnistímabilið 2019!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024