Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Katie Burnett (42/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.

Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.

Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Svíþjóð og Robyn Choi frá Ástralíu.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.

Það voru 6 stúlkur, sem deildu 39. sætinu og hafa þær einnig verið kynntar en það eru: Lee Lopez, Sandra Changkija, Lauren Coughlin og Stephanie Kono frá Bandaríkjunum; Pajaree Anannarukarn frá Thaílandi og Guilia Molinaro frá Ítalíu. Þessar 6 léku allar á samtals 9 yfir pari á lokaúrtökumótinu, hver. Síðan hafa þær sem deildu 36. sætinu verið kynntar en það eru: Suzuka Yamaguchi frá Japan; Louise Ridderström frá Svíþjóð og Sophia Popov frá Þýskalandi, en þær léku á samtals 8 yfir pari. Eins hafa þær 3 verið kynntar sem deildu 33. sætinu og léku á samtals 7 yfir pari en það eru Dori Carter og Lori Beth Adams frá Bandaríkjunum og Laetitia Beck frá Ísrael og sú sem var ein í 32. sætinu og lék á samtals 6 yfir pari, en það er María Fassi, frá Mexíkó.

Þær stúlkur sem deildu 27. sætinu á samtals 5 yfir pari voru Kristy McPherson, Cheyenne Knight, Sara Burnham og Lilia Vu frá Bandaríkjunum og Lily Muni He frá Kína. Síðan deildu 4 23. sæti á samtals 4 yfir pari hver, þ.e. þær Gemma Dryburgh, frá Skotlandi; Jing Yan og Xiyu Lin frá Kína og Lauren Kim frá Bandaríkjunum. Þær hafa allar verið kynntar.

Þrjár stúlkur deildu 20. sætinu, allar á samtals 3 yfir pari en það voru: Maddie McCrary, og Alana Uriell frá Bandaríkjunum og Jenny Haglund frá Svíþjóð.

Í dag verður haldið áfram að kynna þær, sem deildu 15. sætinu, allar á samtals 2 yfir pari, en það voru: Alison Lee, Clariss Guce og Katie Burnett, frá Bandaríkjunum, hin hollenska Anne Van Dam og Tiffany Chan frá Hong Kong. Alison Lee og Clariss Guce hafa verið kynntar og í dag er það Katie Burnett.

Katie Burnett fæddist 16. október 1989 og er því 29 ára. Hún er 1,65 m á hæð, dökkhærð með blá augu. Hún byrjaði að spila golf 6 ára nánar tiltekið 12. maí 1995.

Foreldrar hennar eru Rod og Lisa Burnett og hún á einn bróður, Ben.

Burnett er frá Brunswick í Georgiu ríki og var í háskóla í Columbía, Suður-Karólínu, þar sem hún spilaði með golfliði skólans í 4 ár. Sjá má árangur Katie í háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:  Hún útskrifaðist með sálfræðigráðu 2012.

Hápunktar áhugamannsferilsins Katie Burnett voru að komast í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska kvennamótið 2012. Burnett varð í 1. sæti á Women´s Eastern Amateur 2011, í 1. sæti á Women´s Western Amateur 2011, í 8. sæti á Georgia Women´s topp 60 listanum, 2011; hún varð í 1. sæti á Suncoast Champions Course og í 2. sæti 2011.

Burnett gerðist atvinnumaður í golfi 25. júní 2012.

Hápunktar ferils sem atvinnumaður: tók þátt í Michigan Women´s Open 2012, varð í 1. sæti í Michigan PGA Credit Union Challenge 2012; varð í 14. sæti í Symetra Tour Daytona Beach Invitational, 2012; varð í 11. sæti á Symetra Tour. Tók þátt í Q-school LPGA I stiginu og varð í 7. sæti eftir að hafa orðið í 1. sæti á II. stiginu.

Mestu áhrifavaldarnir í golfinu segir hún hafa verið afa sinn, ömmu og bróður sinn. Systkinin byrjuðu saman í golfi, Katie 6 ára og Ben 7 ára.  Fyrstu golfkennararnir voru Wade Carruth og Bubba Clark. Wade Carruth átti fyrsta golfvöllinn sem Kate spilaði á, sem var par-3 golfvöllur og á einnig Coastal Pines golfvöllinn. Núverandi golfkennari Katie er Jared Zak, í Sea Island golfklúbbnum, þar sem hún er félagi.

Áhugamál Burnett eru að ferðast, fara á ströndina, allar íþróttir og kvikmyndir.

Hún tók í 1. sinn þátt í Q-school LPGA 2012 og komst inn í fyrstu tilraun og hefir meira og minna verið á LPGA síðan.