Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Mina Harigae (21/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Í dag verður byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman;  Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim.

Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum

Í kvöld verður byrjað á að kynna Minu Harigae.

Mina Harigae er fædd 1. nóvember 1989 og því 27 ára.

Sem áhugamaður sigraði Harigae árið 2007 í U.S. Women’s Amateur Public Links.

Harigae vann einnig California Women’s Amateur Championship fjögur ár í röð (2001–2005); en fyrsta sigurinn vann hún aðeins 12 ára.

Foreldrar Harigae eru japanskir og reka Sushi veitingastað í Monterey, Kaliforníu.

Mina Harigae var í Stevenson menntaskólanum og eftir útskrift þar var Mina í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með skólaliði  Duke University.

Sjá má afrek Harigae í bandaríska háskólagolfinu með Duke með því að SMELLA HÉR: 

Árið 2009 spilaði Mina á Futures Tour,  sem var undanfari Symetra Tour þ.e. 2. deildin í bandarísku kvennagolfi.

Hún sigraði á 3 mótum á Futures 2009: Ladies Titan Tire Challenge, Michelob ULTRA Duramed FUTURES Players Championship og Falls Auto Group Classic, en fyrir vikið vann hún sér inn kortið sitt á LPGA í fyrsta sinn fyrir keppnistímabilið 2010 og var valin leikmaður ársins 2009 á Futures.

Mina Harigae hefir tekið þátt í öllum 5 risamótum kvennagolfsins og er besti árangur hennar þar  T-15 á Women’s PGA C’ship, árið 2012.

Nú er Harigae með takmarkaðan spilarétt á LPGA, keppnistímabilið 2017, eftir að hafa orðið í 29. sæti á lokaúrtökumóti LPGA.