Nýju stúlkurnar á LET 2014: Virginia Espejo (25/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).
Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.
Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 9 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 7. sætinu þ.a. þær Juliu Davidsson, Isabell Gabsa og Virigina Espejo, en þær léku allar samtals á 3 undir pari, 257 höggum, hver.
Sú sem verður kynnt í kvöld er sú síðasta af stúlkunum 3, spænski kylfingurinn Virginia Espejo, en hinar hafa þegar verið kynntar. Virginia varð í 7. sætinu eins og segir á 357 höggum (70 73 74 71 69).
Virginia Espejo fæddist 18. júlí 1989 í Madríd á Spáni og er því 24 ára. Virginía er 1,74 m á hæð með brúnt hár og brún augu. Hún byrjaði að spila golf 13 ára og segist hafa orðið fyrir mestu áhrifum frá fyrstu þjálfurum sínum þeim Freddy Lilly og Miguel Carrasco sem og foreldrum sínum. Virginia var á golfskólastyrk University of Southern Mississippi. Meðal áhugamála Virginíu eru íþróttir almennt, að hlusta á tónlist og horfa á kvikmyndir.
Virginia gerðist atvinnumaður í golfi 2013 og það var jafnframt fyrsta keppnistímabil hennar á LET. Hún varð í 157. sæti á peningalistanum og varð því að fara aftur í Q-school, þ.e. Lalla Meryem Tour School í Marokkó, þar sem hún flaug í gegn í 7. sætinu.
Hér má sjá eldra viðtal fréttamanns LET við Espjo SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024