Nýr draumaáfangastaður kylfinga: Marokkó – Monty að hanna golfvöll í Marokkó
Á CNN er skemmtilegur þáttur sem heitir „Living Golf” og á O´Donoghue, fréttamaður CNN hrós skilið fyrir frábæra þætti. Í gær var þátturinn sérlega áhugaverður, en fjallað var um uppgang golfferðamennsku í Marokkó. Þar sagði m.a. að Colin Montgomerie, betur þekktur sem Ryder Cup fyrirliðinn Monty sé einn þeirra, sem er að hanna golfvöll í Marokkó.
Til þess að sjá myndskeið af allri frétt CNN smellið hér: LIVING GOLF CNN – MAROKKÓ
Hér er lausleg þýðing á frétt CNN um golf í Marokkó:
O’DONOGHUE: Sól rís yfir Atlas fjallgarðinum í Marokkó, landi, þar sem golfferðamönnum fjölgar ört. Áætlað er að fjöldi golfvalla muni aukast um 13 á næstu 3 árum og fjárfestar frá Qatar einu sér eru að dæla billjónum inn í landið. Héðan frá Tangier til Casablanca og allt til Marrakech eru fjárfestingar erlendra stjórnvalda að hefja golf í Norður-Afríku til nýrra hæða.
O’DONOGHUE: Marrakech liggur við rætur Atlas fjallgarðsins. (Borgin) er segull fyrir ferðamenn og nú nýverið einnig golffjárfesta. Marrakech Golf Club, í Assoufid, vestur af borginni opnar nú í vor. Það er byggingarerkefni sem er fjármagnað frá Kuwait og eru 80 lúxus villur að rísa jafnhliða Rocco Forte Boutique hóteli og háklassagolfvelli.
NIALL CAMERON, GOLFVALLARHÖNNUÐUR Í MARRAKECH GOLF CLUB, ASSOUFID: Þetta er róleg golf reynsla. Það er mikið af stórum nöfnum í atvinnumennskunni í golfi sem eru að koma til Marokkó hvort heldur er Nicklaus, Kyle Phillips eða Gary Player. En þetta er ekki massatúrista-markaður.
O’DONOGHUE: Golf í Marrakech hóf göngu sína í Royal Club in 1923, sem byggður var að fyrirmælum Pacha-sins. En frá þeim tíma gerðist lítið í áratugi þar til Hassan konungur II ákvað að mót myndi hjálpa að auglýsa ríki sitt.
MOHAMED CHAIBI, VARAFORSETI ASSOCIATIN DU TROPHEE HASSAN II DE GOLF: Hann bauð nokkum virkilega þekktum nöfnum í golfinu: Billy Casper, Sandy Lyle, Lee Trevino. Og eftir það varð sprenging verkefna.
O’DONOGHUE: Stór hluti golffjárfesta í Marokkó kemur frá Miðausturlöndum. Það er einkum þrennt sem heillar: loftslagið, nálægð landsins við Evrópu og tiltölulegur stöðugleiki í Marokkó miðað við önnur nágrannaríki í Norður-Afríku. Það er nú í augnablikinu verið að byggja 10 golfvelli frá Casablanca til Agadir og frá Tangier og Rabat til Marrakech og 10 aðrir, sem eru áætlaðir.
MIKE HERNANDEZ, AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI QATARI DIAR: Marokkó býður upp á einstök tækifæri, sérstaklega fyrir okkur núna. Með alla þess ólgu í Miðausturlöndum og á fjármálamarkaðnum, þá hefir Marokkó staðið sig vel. Þetta er markaður í örum vexti, sem hefir örlítið forskot á aðra sambærilega markaði.
O’DONOGHUE: Nú, hér erum við suður af Marrakech og það er löng röð golfvalla sem verið er að byggja á þessu tiltekna svæði og Colin Montgomerie er að hanna einn hérna.
Þetta er 18 holu keppnisvöllur, sem hann er að hanna fyrir Noria, samhliða því sem verið er að byggja hótel, villur og vatnagarð og er áætlað að Noria opni árið 2013.
COLIN MONTGOMERIE, HÖNNUÐUR THE MONTGOMERIE GOLFVALLARINS Í MARRAKECH: Marokkó er að springa út. Þetta er stórsprengja. Á golfmarkaðnum höfum við séð þennan markað vaxa. Fasteignamarkaðurinn hér hefir ekki orðið fyrir jafnmiklum skakkaföllum og í flestum Evrópuríkjum, þ.e. Eurobeltinu svo að segja eða ef þið viljið Evrópusvæðinu. Þannig, já. Það eru möguleikar hér, það er fjárfest hér og þeir eru að byggja.
O’DONOGHUE: Svona mikil þróun í golfinu er sjaldgæf í þessari niðursveiflu í heiminum og það laðar að sér leiðandi menn í iðnaðinum frá Bandaríkjunum, Evrópu og Miðausturlöndum til þess að sjá að hvaða leyti Marokkó er öðruvísi.
STEVE FORREST, GOLFVALLARHÖNNUÐUR Á NORIA GOLFVELINUM: Þróunarfyrirtækið CGI hafði framtíðarsýn fyrir þetta verkefni. Það var líka með nokkuð önnur verkefni í Marokkó. Já, það var ákveðið kyrrt tímabil þar sem þeir biðu til að sjá hversu langt væri hægt að fara niður með verðið, en þeir héldu stöðugt áfram.
O’DONOGHUE: Noria er sameiginlegt verkefni CG, marokkósks þróunarfyrirtækis, sem að mestu leyti er í eigu ríkisins og Center Parcs, sem er með starfsstöð í Frakklandi. CGI er með golfstaðaruppbyggingarverkefni um allt Marokkó og er með 3 markhópa: staðbundna, túrista og stóran hóp fyrrum ríkisborgara Marokka, sem snúa aftur til heimalandsins á sumrin.
NAJIB ARHILA, FRAMKVÆMDASTJÓRI COMPAGNIE GENERALE IMMOBILIERE: Markmiðið er að árið 2020 séu meira en 20 milljónir ferðamanna í Marokkó.
O’DONOGHUE: Og hver heldur þú að tala golfferðamanna verði þá í prósentum talið?
ARHILA: Ég hugsa að þar af verði á milli 5-10% kylfingar. En hugmyndin er líka að heimamenn njóti þess að spila golf.
HERNANDEZ: Stærðarhlutfall fjárfestinga í Marokkó af hálfu Qatar DR, sérstaklega hefir sveiflast til , en það hefir verið umtalsvert og nálgast 1 billjón Bandaríkjadala. Það er traust þanar á markaðnum, þannig að við erum enn þar. Og þegar verðmætið eykst, eins og við búumst við , þá er ég viss um að fleiri fjárfestingar muni fylgja í kjölfarið.
Heimild: CNN
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024