NÝTT: Nýju stúlkurnar á LPGA: Christina Kim; Jordan Hardy; Ashley Simon; Mitsuki Katahira og Brianna Do (1. grein af 27)
Hér á næstu dögum verða þær 48 stúlkur kynntar sem hlutu keppnisrétt á LPGA mótaröðinni fyrir keppnistímabilið 2013. Hafður verður sá háttur á að fyrst verða þær kynntar, sem hlutu takmarkaðan spilarétt þ.e. frá þeirri sem varð í 48. sætinu, Christinu Kim, til þeirra þriggja óheppnu af 7 sem deildu 17. sætinu og urðu að láta í minni pokann varðandi það að hljóta fullan keppnisrétt á LPGA.
Síðan verða efstu 20 sem hlutu fullan keppnisrétt á LPGA kynntar í sérstakri grein um hverja og eina. Byrjað á þeim 4 heppnu í 17. sæti og endað á þeim tviemur, sem deildu 1. sætinu Moriyu Jutanugarn og Rebeccu Lee Bentham og hlutu þ.a.l. fullan keppnisrétt á LPGA.
Í dag verður byrjað að kynna 5 af 10 kylfingum, sem urðu T-39, þ.e. deildu 39. sætinu:
1. Christina Kim
Hvað skal segja? Það er í raun óþarfi að kynna Kim. Hún er gamall refur á LPGA – sem vegna slælegrar frammistöðu (m.a. vegna þess að hún tapaði lengd högga sinna) varð að fara í Q-school. Kim er þekkt fyrir skrautlega framgöngu í klæðaburði og er yfirleitt yfirmáta hress og geislandi, en hefir nú greinst með þunglyndi, sem m.a. má rekja til þess að leikur hennar hefir farið versnandi. Þetta er í fyrsta sinn á 10 ára ferli hennar á LPGA, sem Kim hefir þurft að fara í Q-school. Christina Kim er fædd 15. mars 1984 og er því 28 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2002 og hefir 1 sinni unnið mót á Futures Tour (nú Symetra Tour) þ.e. 2002, en sú sem varð í 2. sæti var engin önnur en Lorena Ochoa. Kim hefir auk þess tvívegis sigrað á LPGA: Longs Drugs Challenge, 2004 og The Mitchell Company Tournament of Champions, 2005. Eins hefir hún 1 sinni unnið mót á Evrópumótaröð kvenna þ.e. Sicilian Ladies Italian Open 2011.
2. Jordan Hardy
Jordan Hardy fæddist 1. júlí 1987 og er því 25 ára. Hún útskrifaðist árið 2009 frá Birmingham Southern College með gráðu í viðskiptafræði (Business Administration). Helstu hápunktar á ferli Jordan Hardy í golfinu til þess eru eftirfarandi:
- Árið 2004 varð hún meistari í Alabama State High School.
- Hún varð tvisvar meistari á unglingamótum á vegum golfsambands kvenkylfinga í Alabama (ens.: the Women’s Alabama Golf Association (WAGA) Junior Championship (þ.e. árin 2004, 2005).
- Árið 2005 varð hún WAGA meistari í höggleik.
- Hún sigraði 4 sinnum í einstaklingskeppni meðan hún keppti með golfliði Birmingham-Southern College.
- Hún varð tvívegis All-Big South Conference Team selection (árin 2007 og 2008).
- Jordan sigraði WAGA State Amateur Championship árið 2009.
- Hún var tilnefnd til titilisins Íþróttamaður ársins (kvenkyns) 2009 í Birmingham-Southern College .
- Jordan keppti í Navistar LPGA Classic, sem áhugamaður, árið 2009.
3. Ashley Simon
Suður-afríski kylfingurinn Ashleigh Ann Simon fæddist í Jóhannesarborg 11. maí 1989 og er því 23 ára. Hún átti mjög farsælan feril sem áhugamaður. Hún var sú yngsta til þess að verða suður-afrískur meistari kvenna í höggleik og holukeppni á sama árinu og fyrsti kylfingurinn í 101 ár til þess að sigra þrívegis á Ladies South African Open.
Ashley hefir þrívegis keppt f.h. Suður-Afríku í Women’s World Cup of Golf, meðan hún var enn áhugamaður.
Ashley gerðist atvinnumaður daginn eftir að hún varð 19 ára 2007. Það ár vann hún Catalonia Ladies Masters, í 3. móti sínu sem hún tók þátt í sem atvinnumaður. Hún er yngsti atvinnumaður til að sigra á Evrópumótaröð kvenna, en hún vann ANZ Ladies Masters 2006 (hins vegar var Amy Yang frá Suður-Kóreu yngri þegar hún vann á Evrópumótaröð kvenna, en hún er yngsti áhugamaðurinn til að vinna móta á Evrópumótaröð kvenna).
4. Mitsuki Katahira
Mitsuki Katahira fæddist 4. september 1989 í Tokyo í Japan og er því 23 ára. Hún segir foreldra sína hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Meðal áhugamála Mitsuki er að versla, borða og hlaupa. Aðspurð hvaða bandarískum sjónvarpsþætti hún myndi vilja vera á svaraði hún svo að hún myndi vilja vera á Food Channel vegna þess að hún nyti þess svo að borða.
Mitsuki var í Daytona State University – spilaði með golfliði skólans þar og útskrifaðist 2011. Hún gerði garðinn frægan í háskólagolfinu því hún sigraði 9 sinnum þ.á.m. 2010 og 2011 NJCAA National Championship. Eins vann Mitsuki þrívegis mót á vegum American Junior Golf Association (AJGA).
Mitsuki Katahira var m.a. í fyrsta stigi úrtökumóts fyrir LPGA 2011 og varð í 2. sæti á eftir Lexi Thompson; Lexi var á -23 undir pari og Mitsuki kom næst á -13 undir pari. Lexi þurfti sem kunnugt er ekki að fara í lokaúrtökumótið vegna þess að hún sigraði Navistar mótið s.s. öllum er í fersku minni yngst allra til að hafa unnið sigur á LPGA. Eins var Mitsuki í lokaúrtökumótinu fyrir LPGA 2012 og þar munaði engu að hún fengi fullan keppnisrétt; eins er Misuki óheppin í ár á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA 2013, en hún rétt kemst á LPGA varð T-39 og hlýtur því eins og þær sem hér eru nefndar í dag aðeins takmarkaðan keppnisrétt á LPGA.
Sjá má sveiflu Katahira með því að SMELLA HÉR:
5. Brianna Do
Bandaríska stúlkan Brianna Do er sú síðasta sem kynnt verður af þeim 10 sem urðu í 39. sæti í Q-school LPGA fyrir keppnistímabilið 2013.
Brianna er fædd 3. janúar 1990 og því 22. ára nýútskrifuð frá UCLA þar sem hún keppti í 4 ár með háskólaliði sínu. Hún er dóttir Max og Phuong Lam og á 1 bróður Max Jr., og systurina, Dee Dee.
Meðal hápunkta á ferli Briönnu til þessa er eftirfarandi:
- Varð tvívegis Long Beach Press Telegram leikamaður ársins og þrisvar first team selection.
- Brianna varð tvisvar AJGA All-American selection.
- Briana var í liði Bandaríkjanna í Junior Solheim Cup 2007.
- Hún vann sér inn Second Team All-Pac 10 honors 2010 meðan hún spilaði enn með golfliði UCLA.
- Brianna sigraði Women’s Amateur Public Links, 2011.
Hér er mikið efni á ferðinni og nokkuð ljóst að við eigum eftir að heyra meira frá Briönnu í framtíðinni – Hér er svo sannarlega á ferð ein af „nýju stúlkunum“ á LPGA!
Hér má að lokum sjá myndskeið með Briönnu Do (og fyrrum liðsfélaga hennar í UCLA, Tiffany Lua) SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024