Obama tók einn hring með Tiger
Nú um helgina var Barack Obama, Bandaríkjaforseti, í Flórída í einkatíma hjá einum besta golfkennara heims, Butch Harmon. Hann var konulaus, því Michelle og dæturnar kusu fremur að fara á skíði í Colorado (spurning hvort þær hafi varið tíma með Lindsey Vonn, meintri kærestu Tiger?)
Fyrst Obama var í 3 daga heimsókn í Flórída nýtti hann tækifærið og tók einn hring með 2. besta kylfingi heims og einni mestu golfgoðsögn allra tíma Tiger Woods. Já, það getur svo sannarlega verið öfundsvert að vera Bandaríkjaforseti!
Talið er að Obama sé með 18 í forgjöf og Tiger einhvers staðar langt fyrir neðan scratch. Ekki fylgdi sögunni hvað Obama hefði fengið mörg högg hjá Tiger í forgjöf, reyndar fylgdi ekki heldur sögunni um hvað þeir hefðu spjallað meðan á „þessum sögulega hring“ stóð, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir spila golf saman, þó Tiger hafi verið við innsetningarathöfn Obama og Obama staðið sem bjarg við hlið Tiger þegar skandalar einkalífs þess síðarnefnda plöguðu hann sem mest.
Eitt er vitað um hringinn: Það fór ákaflega vel á með þeim og báðir skemmtu sér konunglega!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024