Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2020 | 09:00

Ólafía í viðtali hjá Golfweek

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komst fyrst íslenskra kvenkylfinga á LPGA mótaröðina, bestu kvenmótaröð heims, eftir frábæra frammistöðu á lokaúrtökumóti LPGA 2016.

Þar áður lék hún á LET, bestu kvenmótaröð í Evrópu.

Golfweek er með greinaröð sem heitir „Stuck at home“ þar sem tekinn er púlsinn á kylfingum, sem verða að halda sig heima fyrir vegna Covid-19.

Ein af þeim er Ólafía Þórunn og í viðtalinu kemur m.a. fram að Ólafía Þórunn hafi ekki verið heima á Íslandi að neinu ráði síðan frænka hennar Viktoría fæddist 2010.

Sjá má viðtalið á Golfweek við Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR: