Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 06:00

Ólafía og Cheyenne í Dallas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þessa vikuna þátt í Volunteers of America (oft stytt í VOA) LPGA Texas Classic mótinu.

Skólasystir hennar og liðsfélagi úr Wake Forest, frænka Tigers, Cheyenne Woods, tekur einnig þátt í mótinu.

Þær vinkonurnar brugðu sér á 12.000 sæta leikvang „The Dallas Cowboys“ ruðningsboltaliðs Dallas.

Á Twitter síðu Cheyenne stendur:
„It’s great to be back in Texas for @VOATexasLPGA! Thank you @dallascowboys for having us at @thestarinfrisco“

(Lausleg þýðing: „Það er frábært að vera aftur í Texas á @VOATexasLPGA! Takk fyrir @dallascowboys að taka á móti okkur í  @thestarinfrisco (leikvangur Dallas Cowboys).)

Alltaf gaman þegar þær vinkonur hittast!!!