Ólafía Þórunn fékk ekkert stig hjá íþrótta- fréttamönnum og Ólafur Björn varð í 10. sæti
Nú fyrr í kvöld, þ.e. 5. janúar 2012, tilkynntu Samtök íþróttafréttamanna um val þeirra á Íþróttamanni ársins 2011 á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins 2011 í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna er Heiðar Helguson, knattspyrnumaður. Alls gáfu Samtökin, 21 fréttamaður, 31 íþróttamanni stig. Nokkra athygli vekur að í 6 efstu sætunum eru 4 knattspyrnumenn og hefir eflaust sitt að segja að vefurinn fótbolti.net hefir núorðið atkvæðisrétt meðal Samtaka íþróttafréttamanna. Þess skal getið hér að Golf1.is á ekki aðild að Samtökunum.
Heiðar hlaut 229 stig, Ólafur Loftsson, NK 65 stig og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR ekkert stig. Vekur þetta val fréttamannanna nokkra furðu í ljósi hins sögulega afreks Ólafs að verða fyrstur íslenskra kylfinga til að spila á PGA mótaröðinni bandarísku og síðan með endemum að Ólafía Þórunn, sem þreföldum Íslandsmeistara skuli ekki hafa verið veitt eitt einasta stig – Ólafía Þórunn er klúbbmeistari GR, Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ!… Allt þetta á sama árinu og aðeins 18 ára gömul og svo spilar hún með einu alsterkasta kvennaliði í bandaríska háskólagolfinu, Wake Forest!
Eftirfarandi 31 íþróttamaður hlaut atkvæði í kjörinu:
1. Heiðar Helguson knattspyrna 229 stig
2. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsar íþróttir 199 stig
3. Jakob Örn Sigurðarson körfubolti 161 stig
4. Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna 145 stig
5. Kolbeinn Sigþórsson knattspyrna 137 stig
6. Þóra B. Helgadóttir knattspyrna 134 stig
7. Aron Pálmarsson handbolti 109 stig
8. Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir 79 stig
9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handbolti 74 stig
10. Ólafur Björn Loftsson golf 65 stig
11. Þormóður Árni Jónsson júdó 52 stig
12. Björgvin Páll Gústavsson handbolti 34 stig
13. Arnór Atlason handbolti 28 stig
14. Hafþór Harðarson keila 27 stig
15. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir handbolti 21 stig
16.-17. Snorri Steinn Guðjónsson handbolti 20 stig
16.-17. Thelma Rut Hermannsdóttir fimleikar 20 stig
18. Eygló Ósk Gústafsdóttir sund 15 stig
19. Alexander Petersson handbolti 10 stig
20.-22. Hlynur Bæringsson körfubolti 6 stig
20.-22. Jakob Jóhann Sveinsson sund 6 stig
20.-22. Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrna 6 stig
23. Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra 5 stig
24.-26. Annie Mist Þórisdóttir lyftingar 4 stig
24.-26. Ragna Ingólfsdóttir badminton 4 stig
24.-26. Karen Axelsdóttir þríþraut 4 stig
27.-29. Erla Dögg Haraldsdóttir sund 3 stig
27.-29. Björgvin Björgvinsson skíði 3
27.-29. Aðalheiður Rósa Harðardóttir karate 3 stig
30. Karen Knútsdóttir handbolti 2 stig
31. Jóhann Skúlason hestaíþróttir 1 stig
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024