Ólafía Þórunn og Valdís Þóra á æfingahring fyrir lokaúrtökumótið
Tveir íslenskir kvenkylfingar taka nú þátt í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumót kvenna, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.
Lokaúrtökumótið fer fram í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó og hefst n.k. miðvikudag, þ.e. 17. desember 2014.
Þátttakendur í lokaúrtökumótinu eru 133, margar gríðarlega sterkar og hafa spilað áður á Evrópumótaröðinni. Nægir þar að nefna spænsku kylfingana Mariu Beautell og Carmen Alonso, Henri Zuel og Georgia Hall frá Englandi, (Georgia var í golffréttunum nýlega fyrir að hafa fengið glænýjan Mercedes Benz 200-C fyrir að fara holu í höggi á lokahring á 15. braut Maijilis golfvallarins í Dubaí á Omega Dubaí Ladies Open – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: ), Ariane Provot og Melody Bourdy frá Frakklandi (systur Grégory Bourdy, sem spilar á Evrópumótaröð karla) og Nobuhle Dlamini, sem var sú fyrsta sem komst á LET (í fyrra 2013) frá Swazilandi, Sjá kynningargrein Golf 1 um Dlamini með því að SMELLA HÉR:
Eins taka þátt Caroline Martens frá Noregi sem vann Q-school í fyrra – Sjá grein Golf 1 um Martens með því að SMELLA HÉR: hin geysisterka Steffi Kirchmayr frá Þýskalandi – Sjá kynningargrein Golf 1 um Kirchmayr með því að SMELLA HÉR: og Victoría Lovelady frá Brasilíu, sem líkt og Dlamini komst á LET 2013 og gjörþekkir keppnisvellina í Marokkó – Sjá kynningargrein Golf 1 um Lovelady með því að SMELLA HÉR:
Sterkustu kvenkylfingar Sviss keppa í mótinu þ.e. Anais Maggetti, sem áður hefir spilað á LET sem og Caroline Rominger, og eins einhverjir stekustu kvenkylfingar Ítalíu þ.e. Anna Rossi og eins Sophie Sandolo, sem hefir reynt að vekja athygli á sér fyrir kynþokka, samhliða golfinu og hefir jafnframt langa reynslu af spili á Evrópumótaröð kvenna.
Bandaríski kylfingurinn Blair O´Neal sem margoft hefir verið kjörin kynþokkafyllsti kvenkylfingur heims keppir – Sjá grein Golf 1 um O´Neal með því að SMELLA HÉR: , sem og indverska þokkadísin Sharmila Nicolett.
Sjá má lista yfir þátttakendur sem þátt taka í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í Marokkó með því að SMELLA HÉR:
Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir kvenkylfingar taka þátt í lokaúrtökumótinu. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra voru mættar eldsnemma til að spila æfingahring á Al Maaden golfvellinum í gær og hituðu m.a. upp saman á æfingasvæðinu.
Í þessum gríðarlega fjölda geysisterkra kylfinga, sem hafa mikla reynslu af að keppa meðal þeirra bestu, þá er bara að vona að þær Ólafía Þórunn og Valdís Þóra geti slakað af og notið þess að spila, því þannig eiga þær bestu möguleikana á því að komast áfram.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024