Ólafur Björn 25. í lokaúrtökumóti f. Opna breska
Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk keppni í 25. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið sem fram fór á Glasgow Gailes vellinum.
Ólafur Björn lék samtals á 6 yfir pari, 148 höggum (75 73).
Nokkrir þekktir kylfingar léku í mótinu, en 7 efstu komust á Opna breska, þ.á.m. kylfingarnir Rhys Davis, frá Wales og Skotarnir Marc Warren og Scott Jamieson, en allir spila þeir á Evrópumótaröðinni.
Sjá má lokastöðuna í lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska með því að SMELLA HÉR:
Um frammistöðuna í mótinu skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína:
„Endaði í 25. sæti í lokaúrtökumóti fyrir Opna breska og náði ekki að tryggja mér sæti í mótinu. Ég lék á 75 (+4) og 73 (+2) höggum á Glasgow Gailes vellinum en einungis 7 leikmenn náðu að leika undir pari. Spilamennskan hjá mér var í heildina nokkuð góð. Ég fór að spila sóknargolf þegar leið á fyrri hringinn en það gekk einfaldlega ekki eftir í þetta skiptið. Umgjörðin var annars frábær í mótinu, mjög flottur völlur og fullt af áhorfendum. Margir kylfingar af evrópsku mótaröðinni tóku þátt og þessir dagar fara bara í reynslubankann. Ég er kominn heim til Íslands og er þessa stundina að meta stöðuna varðandi næstu verkefni.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024