Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 18:45

Ólafur Björn á 71 höggi á 2. degi í Florence

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur nú þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour í Florence, Suður-Karólínu.  (Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:)

Ólafur Björn er búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (74 71). Hann bætti sig um 3 högg milli hringja;  fékk 4 fugla og 5 skolla og var á 1 yfir pari í dag. Ómögulegt er að segja í hvaða sæti Ólafur Björn er því svo margir eiga eftir að ljúka leik.

Í efsta sæti sem stendur eru tveir kylfingar á samtals 6 undir pari, 134 höggum hvor en það eru Chris Gallagher frá Norður-Karólínu og Wes Homan frá Ohio.  En eins og segir öll sætisröðun getur enn raskast því svo margir eiga eftir að ljúka leik.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: