
Ólafur Björn sáttur við spilamennskuna í óvenjulegum aðstæðum
Ólafur Björn Loftsson, NK og Axel Bóasson taka þátt í úrtökumóti í Nordic Golf League, á Ecco túrnum danska, en mótið fer fram í Skjoldenæsholm Golf Center, í Danmörk. Þátttakendur eru 79.
Ólafur Björn og Axel voru á fremur háum skorum miðað við hvað maður er vanur að sjá hjá þeim félögum; Ólafur Björn 77 og Axel 79.
Samt er Ólafur Björn ánægður með leik sinn en um fyrsta hringinn í úrtökumótinu skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína:
„Fyrri hringur úrtökumótsins hér í Danmörku fór fram við afar óvenjulegar aðstæður. Þetta hljómar einkennilega en ég var tiltölulega sáttur við spilamennsku mína í dag, lék á 77 (+5) höggum. Ég er jafn í 13. sæti en skorið var gríðarlega hátt, enginn undir pari og meðalskorið var 82 högg. Þrátt fyrir að nokkrir teigar voru færðir framar og það voru leyfðar færslur á öllum brautum um kylfulengd og öllum flötum um skorkortslengd var ekkert auðvelt í þessu mikla roki. Mér tókst að halda boltanum vel í leik og fékk einungis eitt víti sem kom á síðustu holunni en holan var ósanngjörn fyrir höggstyttri kylfingana og lítið hægt að svekkja sig. Ég er í ágætismálum fyrir lokahringinn, held áfram með sama leikplan á morgun og vona að ég fái fleiri pútt til að detta. Veðurspáin er ennþá verri fyrir morgundaginn en ég mun halda áfram að taka á móti áskorununum með jákvæðum huga. Fer út kl. 09:50 í fyrramálið.“
Sjá má stöðuna eftir 1. dag í Skjoldenæsholm Golf Center með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024