Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 06:00

Ólafur Björn sigraði í 2. móti sínu sem atvinnumaður

Ólafur Björn Loftsson, NK, vann í gær sinn 2. sigur sem atvinnumaður á OGA mótaröðinni (One Golf America).

Um var að ræða 1 dags mót; Ólafur Björn deildi 1. sætinu með Englendingnum Lloyd Campbell og hlaut $ 300 (u.þ.b. kr. 40.000,- í sigurlaun)

Á nýju heimasíðu sinni sagði Ólafur Björn m.a.: „Sigraði í móti á OGA mótaröðinni í dag! Lék Ridgewood Lakes völlinn á 69 höggum (-3). Byrjaði rólega og var +2 eftir 6 holur en datt þá í gírinn og fékk 6 fugla á næstu 12 holum. „

Komast má á nýja heimasíðu Ólafs Björns með því að SMELLA HÉR og það er um að gera að setja LIKE á hann, enda ekki annað hægt eftir svo glæsilegan árangur !!!

Sjá má úrslitin í OGA mótinu í Ridgewood Lakes með því að SMELLA HÉR: