Olesen handtekinn
Hinn 29 ára danski atvinnukylfingur Thorbjörn Olesen var handtekinn í gær, 1. ágúst þegar hann kom úr flugi á 1. klassa British Airways.
Vélin sem Olesen flaug með var á leið frá Memphis, Tennessee til London. Olesen var á leið heim til Evrópu eftir að hafa tekið þátt í WGC-FedEx St. Jude Invitational á TPC Southwind.
Hinum 5-falda sigurvegara á Evróputúrnum, Olesen, var gefið að sök að hafa í ölvuðu ástandi, kynferðislega áreitt sofandi konu um borð í vélinni.
Olesen lenti síðan í orðasennu við bæði farþega og áhöfn eftir að hann pissaði í gangveginn.
Ian Poulter reyndi árangurslaust að miðla málum.
Hvorki Olesen né umboðsmaður hans, Rory Flanagan, hjá Hambric Sports hafa tjáð sig um atvikið.
Fréttamiðillinn The Sun hafði samband við umboðsmann Ian Poulter, Paul Dunkley, sem sagði að umbjóðandi sinn (Poulter) hefði farið að sofa eftir að hafa reynt að gegna hlutverki friðarstillis milli Olesen og farþega, sem Olesen var dónalegur við.
Eftir að Poulter fór að sofa hélt Olesen áfram með truflandi hegðun í fluginu.
„Hann [Olesen] hóf að hrakyrða nokkra af farþegunum og áhöfn og reyndi síðan við kvenkyns farþega og eftir á hafði hann þvaglát í gangveginum,“ sagði vitni í viðtali við The Sun, sem var fyrst með fréttina. „Þetta var sjokkerandi hegðun. Maður hefði kannski búist við henni hjá lággjaldaflugfélagi en ekki á 1. klassa hjá BA.“
Samhljóða vitnisburður er um að Olesen hafi verið dónalegur við áhöfn þegar hún reyndi að stilla til friðar. Eftir að vélin lenti beið lögregla á vellinum, sem handtók Olesen.
Olesen var handtekinn eins og segir vegna gruns um kynferðislega áreitni, fyrir að hafa verið ölvaður á almannafæri og fyrir að neita að hlýða fyrirmælum áhafnar um borð í flugvél. Honum var síðar sleppt.
Talsmaður Evróputúrsins sagði í viðtali við Golf Digest: „Þetta er lögreglumál og á þessu stigi höfum við ekkert um málið að segja.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024