Ólympíuleikar 2024: Hvaða karlkylfingar eru líklegastir til að hljóta gull? (fyrri grein)
Ólympíukeppni karla í golfi hefst á fimmtudaginn á Le Golf National í París. Keppendur eru 60 og spilaðar verða 72 holur með höggleikskeppnisfyrirkomulagi. Af þessum 60 eru 4 bandarískir kylfingar: Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Collin Morikawa og Wyndham Clark. Nokkrir af evrópsku kylfingunum hafa meiri reynslu en aðrir af Le Golf National, vegna þátttöku þeirra á Evróputúrnum og þ.a.l. mótum sem þeir hafa spilað á vellinum og sumir voru og í Ryderbikarsliði Evrópu 2018, þegar mótið fór einmitt fram á Le Golf National í París. Meðal þeirra er Tommy Fleetwood, Alex Noren, Rory McIlroy, John Rahm og Thorbjörn Olesen.
Le Golf National er langt frá því að vera paradís þeirra högglengstu, sem bomba af teig; nei hér er þörf á nákvæmni af teig, röffið er erfitt og svo er nóg af refsandi vatnshindrunum. Það kemur því ekki á óvart að Scheffler og Schauffele séu með minni líkur á sigri en ella.
Hér kemur spá og styrktarröðun yfir hvað 10 karlkylfingar taldir eru eiga mestu líkur á að vinna Ólympíugull í París eða vera a.m.k. á verðlaunapalli
Hér er styrktaröðun yfir 5 bestu Ólympíukarlkylfingana:
1 Collin Morikawa, Bandaríkin. Hann hefir ekki skilað verri árangri en T-23 í 11 síðustu mótum, sem hann hefir spilað í en þ.á.m. Hefir hann 5 sinnum verið í top-4.
2 Shane Lowry. Hann er hátt rankaður m.a vegna nákvæmni sinnar af teig og fyrir að vera frábær með járnin. Hann varð T-16 í síðustu keppni sem hann tók þátt á Le Golf National og þekkir völlinn.
3. Xander Schauffele – augljóslega er hann hátt rankaður, sjóðandi heitur í ár, með 2 sigra á risamótum.
4 John Rahm hefir fyrir nokkrum árum skilað 2 topp-10 áröngrum á Le Golf National og völlurinn virðist henta honum. Síðan er hann líka í góðu formi eftir að hafa lokið keppni á Opna breska T-7.
5 Scottie Scheffler – Honum er ekki spáð sigri (gulli) hér en hann er þó nr. 1 á heimslistanum og var meðal 10 efstu á Opna breska.
Hverjir aðrir gætu hlotið Olympíugull?
6. Svíinn Alex Noren. Hann hefir spilað hvorki fleiri né færri en 30 hringi á Le Golf National og að auki var hann í Ryder sigurliði Evrópu á vellinum 2018. Hann var T-13 á Opna breska, þar sem hann gat sett fram bestu viku ársins í nákvæmi í drævum.
7. Rory McIlroy, Írland. Hann hefir spilað 8 hringi á Le Golf National, þó það sé nokkuð síðan og var líka í sigur- Ryder bikars liði Evrópu 2018. Járnaspil hans er hins vegar svo slakt að hann komst ekki gegnum niðurskurð á Troon og það verður að vera í lagi. Því er hann ekki rankaður ofar.
8. Corey Conners, Kanada: Hann hefir hæfileika að spila nákvæmt frá teig að greeni.
9 Ludvig Åberg, Svíþjóð: Hann gæti komið á óvart. Það er virkilega allt í toppstandi hjá honum.
10. Tom Kim, Suður Kórea: Kim hefir reynslu af Le Golf National þar sem hann tók á síðasta ári þátt í Opna franska, sem fram fór á vellinum og varð T-6. Hann er venjulega beinn af teig og nákvæmur í spili sínu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024