Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2024 | 18:00

Ólympíuleikar 2024: 3 efstir og jafnir e. 2. dag!

Þá hefir 2. hringurinn hjá golfkörlunum á Ólympíuleikunum verið leikinn.

Þrír eru efstir og jafnir í hálfleik, þeir Hideki Mitsuyama , Tommy Fleetwood og Xander Schauffele, en allir hafa spilað á samtals 11 undir pari; Matsuyama (63 68); Fleetwood (67 64);  Schauffele (65 66).

Ekki er skorið niður í hálfleik á Ólympíuleikunum eins og á hefðbundnum golfmótum og því eru allir 60 kylfingarnir enn að spila um helgina.

Í 4. sæti er Jon Rahm á samtals 9 undir pari (67 66).

Hástökkvari 2. hrings er þó Belgíumaðurinn Thomas Detry, en hann fór upp um heil 57 sæti, eftir glæsihring upp á 63 högg eftir slakari fyrri hring upp á 71 högg. Hann er  nú jafn þeim Tom Kim frá S-Kóreu og C.T Pan frá Tapei í 5. sætinu, á samtals 8 undir pari.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á Olympíuleikunum í golfi í karlaflokki með því að SMELLA HÉR: