Ólympíuleikar 2024: Nelly Korda stefnir á að verja gullið!
Fjölskylda Nelly Korda samanstendur af topp íþróttamönnum; tennisspilurum og kylfingum. Þetta eru bara ekki einhverjir íþróttamenn, heldur heimsmeistarar og Ólympíugullhafar.
Konurnar a.m.k.
„Við gerum alltaf grín að strákunum því við segjum að stelpurnar í Korda fjölskyldunni séu þær einu sem hafa keppt á Ólympíuleikunum en strákarnir ekki,“ segir Nelly Korda og hlær. „Við höfum það fram yfir þá í fjölskyldunni.„
Eitt sem Nelly Korda hefur fram yfir nánast alla í golfleiknum – hvort sem er innan eða utan fjölskyldu sinnar – eru gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Í dag hefur hún keppni á Parísarólympíuleikunum og mun leitast við að verja titili sinn frá því í Tókýó, þó að margt („mjög margt“ ítrekar Nelly) hafi breyst síðan hún sigraði árið 2021.
Allt er öðruvísi – ný braut í nýju landi – þannig að tilfinningarnar fyrir þessa tiltekna titilvörn, ef miðað er við venjulega mót á LPGA mótaröðinni, er töluvert öðruvísi.
„Mér finnst ég ekki vera að verja neinn titil, í alvöru,“ sagði Korda. „Ég ætla bara að fara út, njóta og vonandi njóta stuðningsmannanna líka. Karlkylfingarnir eiga ótrúlega aðdáendur. Ég var hissa á því hversu margir eru hérna til að fylgjast með og bara ánægð með að ég sé að taka þátt í öðrum Ólympíuleikunum mínum.. Ég er hér fyrir hönd lands míns. Ég er við það að fá að keppa á tvennum Ólympíuleikum og er að lifa drauminn minn.“
Gengi Nelly Korda á LPGA 2024
Núverandi tímabil 2023-2024 hefir næstum verið tvískipt hjá Nelly. Fyrri part árs var það ólíkt nokkru, sem nokkur hafði nokkurn tíma séð. Hún vann fimm mót í röð, þar á meðal fyrsta risamót ársins – Chevron Championship – áður en hún endaði jöfn í sjöunda sæti á Cognizant Founders Cup. Þegar hún sneri aftur til leiks á Mizuho Americas Open, vann hún aftur.
Korda hefur hins vegar misst þrjá af síðustu fjórum niðurskurðum sínum (og var bitin af hundi, sem neyddi hana til að hætta á Evrópumótaröð kvenna, sem hún ætlaðiað spila á), þar á meðal á tveimur risamótum.
Hún sagði núna að vonandi stefndi leikur hennar í rétta átt. Eftir Amundi Evian Championship, þar sem hún endaði jöfn í 26. sæti, tók hún sér smá frí – hún snerti ekki kylfurnar sínar í viku en æfði síðan stíft í tvær vikur með þjálfara sínum, Jamie Mulligan, sem er á staðnum í París.
„Golfleikurinn er skrítin skrúfa,“ sagði Korda. „Stundum líður þér eins og þú sért á toppi heimsins og á nokkrum sekúndum líður þér bara eins og þú sért á botni sjávar. Þannig að það fær þig örugglega til að meta góða golfið sem þú spilar, en já, ég meina, þú verður að hafa blöndu af öllu þarna inni og allt getur ekki alltaf gengið vel.“
Þrátt fyrir nokkra erfiðleika að undanförnu, hvað varðar árangur, getur enginn tekið frá Nelly þetta frábæra gengi henni þarna fyrst eftir áramótin.
„Það er erfitt að halda því áfram vegna þess að það er svo mikil eftirvænting,“ sagði Lydia Ko, eina manneskjan – karl eða kona – sem hefur unnið til verðlauna á báðum Ólympíuleikum þar sem golf hefir verið keppnisíþrótt, síðan golfið sneri aftur árið 2016. „En í golfi er þér ekki ætlað að vinna, fimm af sex sinnum. […] Ég held að það sem (Korda) gerði á þessum tíma hafi verið ótrúlegt og ég held að hún hafi tekist á við pressuna og væntingarnar eins og hún gerir venjulega.”
Nelly Korda og Scottie Scheffler hafa verið borin saman nú á árinu, þar sem Scheffler vann sína eiginn ótrúlegu sigra 2024 (hann var búinn að vinna risamót og alls 6 mót nú á árinu, áður en hann vann gullverðlaunin á Ólympíuleikum karla sl.sunnudag.) Leikur þeirra er líka svipaður – þau eru bæði töframenn frá teig að flöt. Korda er í öðru sæti á LPGA mótaröðinni í að vera á flöt á tilskyldum höggafjölda á þessu tímabili og er með 2. besta meðalskorið. Ef Korda spilar sinn venjulega leik, sem er svipaður leik Schefflers – þá ætti Le Golf National að vera sá staður þar sem hún blómstrar.
Um Ólympíuleikana
„Það verður að slá boltann mjög vel hérna úti,“ bætti Korda við. „Röffið er erfitt, eftir því sem best fékkst séð eftir leik karlanna og eftir því sem ég sá. Það verður bara að tryggja að maður sé á braut.„
Korda er að kaffærast í verðlaunabikurum líkt og Scheffler þetta árið. Gullverðlaunin hennar hafa sína eigin hillu á heimili hennar. Verðlaunabikarar fyrir sigur í risamótum líka. Við hlið gullverðlaunanna er veggskjöldur , íþróttamannsskírteini hennar og nokkrir aðrar minjagripir. Jafnvel heima veit Korda að Ólympíuleikarnir fá sinn stað.
Gífurleiki augnabliksins fór ekki framhjá Nelly eftir að hún vann til gullverðlaunanna á síðustu Ólympíuleikum. Korda var með þriggja högga forskot á lokahringnum í Tókýó og þegar hún vann, átti hún eitt högg á Lydíu Ko frá Nýja Sjálandi og Mone Inami frá Japan (þær þurftu síðan í bráðabana um silfrið, þar sem Ko hafði betur).
Þegar Nelly stóð á verðlaunapallinum sagðist hún næstum hafa verið fyrir utan líkamann. Það var „algjört æði tilfinninga,“ sagði hún, sem hún hefði aldrei fundið fyrir á ævinni þegar hún sá bandaríska fánann dregin að húni, sér til heiðurs. Hún sagði að líkamsræktarúr hennar sýndi að hæsti hjartsláttur hennar allan daginn hefði í raun verið þegar hún stóð á palli.
„Ég vissi eiginlega ekki hvaða tilfinningar myndu koma yfir mig fyrr en ég stóð á verðlaunapallinum,“ sagði hún. „Sem krakki horfði ég á svo marga íþróttamenn og allar hráu tilfinningar þeirra á pallinum þegar fáninn þeirra var hífður upp og þjóðsöngurinn leikinn og þegar ég loksins fékk að upplifa það sjálf, þá var gríðarlegt flæði tilfinninga sem fór í gegnum mig. Ég táraðist. Þetta var ótrúleg reynsla, augljóslega, og mér þykir vænt um og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það [….]
„Þegar kemur að risamótum og Ólympíuverðlaunum, þau eru ástæðan fyrir því að við leggjum svona hart að okkar við æfingar og í líkamsræktinni. Það er fyrir þessar stundir.“
Nelly Korda er tilbúin í slaginn og vonast nú til að upplifa annað gullið andartak á Ólympíuleikunum.
Fylgjast má með kvenkeppendunum í golfi á Ólympíuleikunum í golfi í París með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024