Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2024 | 16:30

Ólympíuleikarnir 2024: Celine Boutier leiðir e. 1. dag

Golfið hjá konunum á Ólympíuleikunum hófst í dag.

Það er heimakonan Celine Boutier, sem leiðir eftir 1. dag. Hún lék Le Golf National á 7 undir pari, 65 höggum.

Í 2. sæti er Asheigh Buhai frá Mexíkó 3 höggum á eftir á samtals 4 undir pari, 68 höggum.

Þriðja sætinu deila síðan 4 kylfingar:  Gabi Lopez frá Mexikó; Morgane Metraux frá Sviss; Mariajo Uribe frá Uruguay og hin bandaríska Lilia Vu, allar á samtals 3 undir pari 69 höggum.

Gull- og silfurmedalíuhafarnir frá því í Tokyó 2021 þær Nelly Korda og Lydia Ko deila 13. sætinu ásamt 11 öðrum kylfingum, sem allar léku 1. hring á sléttu pari.

Sjá má stöðuna hjá kvenkylfingunum á Ólympíuleikunum með því að SMELLA HÉR: