Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2024 | 17:00

Ólympíuleikarnir 2024: Metraux leiðir í hálfleik

Það er hin svissneska Morgan Metraux, sem leiðir í hálfleik í golfi kvenna á Ólympíuleikunum eftir 2. keppnisdag.

Hún er búin að spila Le Golf National á samtals 8 undir pari, 136 höggum (70 66).

Ruoning Yin frá Kína kemur næst í 2. sætinu 1 höggi á eftir 7 undir pari, 137 högg (72 65).

Silfurverðlaunahafinn frá því í Tókýó, Lydía Ko frá Nýja-Sjálandi fór upp um 10 sæti og er nú í 3. sæti á 5 undir pari, 139 höggum (72 67).

Nelly Korda hækkar sig um 1 sæti og fækkar höggum um 2 frá því í gær;  er T-12 á samtals 2 undir pari, 142 höggum  (72 70).

Sjá má stöðuna hjá konunum í Ólympíugolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Morgan Metraux.