Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2024 | 16:55

Ólympíuleikarnir 2024: Scottie Scheffler hampar gullinu e. 62 högga lokahring!!!

Það var Scottie Scheffler sem hlaut Ólympíugullið eftir að hafa átt glæsilokahring á Le Golf National upp á 62 högg.

Hann skilaði „hreinu skorkorti“ með 9 fuglum.  Samtals spilaði Scottie á 19 undir pari, 265 höggum (67 69 67 62).

Þegar Scottie tók við gullverðlaununum á verðlaunapallinum, gat hann ekki tára bundist. Hann komst við og gleðitárin hrundu af hvörmunum.

Scottie Scheffler felldi tár á verðlaunapalli Ólympíuleikana eftir að hafa fengið gull í París, 4. ágúst 2024.

Silfrið hlaut Tommy Fleetwood, var aðeins 1 höggi á eftir á samtals 18 undir pari, 266 höggum (67 64 69 66).

Bronsið kom síðan í hlut Japanans Hideki Mitsuyama, sem búinn var að vera meira og minna í forystu allt mótið nema eftir 3. hring, þar sem honum fataðist flugið svolítið. Hann lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (63 68 71 65).

Victor Perez varð 4. á samtals 16 undir pari og Rory og Jon Rahm deildu 5. sæti á samtals 15 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Ólympíuleikunum í golfi karla með því að SMELLA HÉR: 

Keppnin í kvennaflokki hefst síðan á miðvikudaginn 7. ágúst n.k.