Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2019 | 16:30

Opna bandaríska 2019: Reed braut kylfu í reiðikasti!

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed er skaphundur.

Eftir að hafa fengið skramba á  2. hring á par-5 18. holu Pebble Beach þar sem 119. Opna bandaríska fer fram, „snappaði“ hann í tvöföldum skilningi þess orðs.

Slæmt gengi hans fór svo í taugarnar á honum að hann braut eitt fleygjárna sinna (sjá mynd í aðalmyndaglugga) þegar pitch fyrir pari mislukkaðist. Ljótt að sjá!!!

Mágur Reed, sem jafnframt er kylfusveinn hans Kessler Karrain rétti Reed annað fleygjárn og Reed þurfti 2 högg í viðbót þar til boltinn rataði loks í holu.

Reed náði samt niðurskurði var á samtals 2 yfir pari, en niðurskurður var miðaður við samtals 4 yfir pari eða betra.

Sjá stöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: