Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2022 | 17:45

Opna breska 2022: Cameron Smith sigraði!!!

Það var Ástralinn Cameron Smith sem sigraði á 150. Opna breska.

Sigurskor Smith var 20 undir pari, 268 högg (67 64 73 64).

Cameron Smith er fæddur 18. ágúst 1993 og því 28 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2013. Þetta er fyrsti risatitill Smith.

Í 2. sæti varð Cameron Young, aðeins 1 höggi á eftir.

Í 3. sæti varð síðan Rory McIlroy á samtals 18 undir pari og Tommy Fleetwood og Victor Hovland deildu 4. sætinu á samtals 14 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Opna breska 2022 með því að SMELLA HÉR: