Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2024 | 19:00

Opna breska 2024: Xander Schauffele sigraði!

Það var bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna breska 2024.

Mótið fór fram á Royal Troon GC, Ayrshire, í Skotlandi dagana 18.-21. júlí og lauk því í dag.

Sigurskor Schauffele var samtals 9 undir pari, 275 högg (69 72 69 65).

Fyrir sigurinn hlaut Schauffele €2,846,593.60 (u.þ.b. IKR 427 milljónir).

Xander Schauffele er fæddur 25. október 1993 og því 30 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu á sínum tíma með liðum tveggja háskóla: California State University Long Beach og San Diego State University. Schauffele gerðist atvinnumaður í golfi 2015. Hann spilar bæði á Evróputúrnum (hefir sigrað 4 sinnum þar ) og á PGA Tour (hefir sigrað 9 sinnum á þeirri mótaröð).  Alls hefir hann sigrað 12 sinnum á atvinnumannsferli sínum. Schauffele var m.a. valinn nýliði ársins á PGA Tour keppnistímabilið 2016-2017. Hann vann gullið á Ólympíuleikunum í golfi 2021 og varð þar með fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vinna gull í golfi frá árinu 1900.

Schauffele hitti eiginkonu sína Mayu í háskóla þ.e. í  San Diego State University. Þau giftust 2021. Maya var m.a. kylfuberi Schauffele í Par-3 mótinu á Masters nú í vor.

Opna breska er 2. risamótið sem Schauffele vinnur, en áður hefir hann sigrað á PGA Championship nú í ár – og bestu árangrar á hinum 2 risamótunum eru T-2 árangur á Masters 2019 og T-3 árangur á Opna bandaríska 2019.

Sjá má lokastöðuna á Opna breska með því að SMELLA HÉR: