Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2024 | 07:00

Opna breska 2024: Horschel leiðir fyrir lokahringinn

Það er bandaríski kylfingurinn Billy Horschel, sem leiðir fyrir lokahring Opna breska.

Horschel er búinn að spila á samtals 4 undir pari, 209 höggum (72 68 69).

Fast á hæla Horschel, aðeins 1 höggi á eftir, eru hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar þeir Tristan Lawrence frá S-Afríku; Justin Rose og Daniel Brown frá Englandi og Bandaríkjamennirnir Xander Schauffele, Russell Henley og Sam Burns.

Einn í 8. sæti er svo Scottie Scheffler, 2 höggum á eftir Horschel.

Þetta er 152. Opna breska og fer fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi.

Sjá má stöðuna á 152. Opna breska með því að SMELLA HÉR: