Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 18:00

Opna breska kvenrisamóts bikarnum stolið

Lokarisamót ársins í kvennagolfinu hefst á morgun þ.e.  Opna breska kvenrisamótið (ens.: AIG Women’s British Open).

Risamótið fer að þessu sinni fram í Woburn golfklúbbnum í England.

Sú sem á titil að verja er Georgia Hall og hún hélt fréttamannafund í fyrradag, þ.e. þriðjudaginn 30. júlí 2019 og sagðist þar m.a. vilja verja titil sinn auk þess sem hún vildi fá bikar, sem ekki yrði stolið.

Opna breska kvenrisamóts bikarnum var stolið úr farangursgeymslu bifreiðar Georgiu Hall fyrir 2 mánuðum síðan.

Þjófarnir brutu afturrúðu bíls míns kl. 12 um miðjan dag,“ sagði Hall. „Ég veit ekki hvort þeir vissu að þetta var bíllinn minn; bikarinn var í boxi og allt. Og ég var með kylfur í farangursgeymslunni og þeir tóku þær ekki. Sem er skrítið.“

Augljóslega finnst mér ég vera svolítið vitlaus að hafa skilið hann (bikarinn) eftir í bílnum. Ég ætti kannski að hafa tekið hann út. En vitið þið, sumt gerist bara í lífinu og maður getur ekki… vitið þið, maður verður bara að halda áfram, geri ég ráð fyrir.“

Hall er vondauf um að bikarinn muni skila sér, því bílastæðið þar sem brotist var inn í bíl hennar var ekki með öryggismyndavélar og því hefir lögreglan lítið að byggja á.

„Þeir (þjófarnir) hafa líklega brætt hann (bikarinn),“ sagði hún.

Sem betur fer var verðlaunabikarinn, sem stolið var úr bíl Hall, eftirgerð alvöru bikarsins, sem er venjulega til sýnis í klúbbhúsi R&A á St. Andrews.  En þar sem ef